(+354) 561 6173 info@stef.is

Verslanir

Alltaf þarf að greiða til STEFs þegar leikin er tónlist á stöðum þar sem tekið er á móti viðskiptavinum, hvort heldur tónlistin kemur frá útvarpstæki, sjónvarpi, segulbandi eða annarstaðar frá. Og tónlistin er vel þegin af viðskiptavinum og hefur veruleg áhrif á upplifun viðskiptavinarins í versluninni og kauphegðun hans. Öllum er ljóst að þessi kostnaðarliður, sem ekki getur talist hár, skilar sér margfalt til baka í aukinni sölu og ánægðum viðskiptavinum.

 

GJALDSKRÁ STEFS OG SFH ÁRIÐ 2017

Sé tónlist flutt í verslunum, heilsuræktarstöðvum, ljósbaðstofum, hárgreiðslustofum eða

öðrum sambærilegum stöðum skal greiða fyrir það sem hér segir:  Verslanir, allt að 100 fm að stærð greiða 4.500.- kr á mánuði, hver fermeter umfram 100m2  kostar 18 kr.-

 

Verslunum 2000 fm og stærri er bent á að hafa samband við skrifstofu STEFs

Áhrif tónlistar á kauphegðun

Hvernig get ég aukið ánægju viðskiptavina með notkun á tónlist í verslunum og í þjónustu?

Áhrif tónlistar á kauphegðun

• Tónlist hefur þann einstaka eiginleika að hafa áhrif á fólk andlega og fá heilann til að gefa frá sér hormón eins og adrenalín og dópamín sem veitir vellíðunartilfinningu.

• Nýjasta rannsóknin um áhrif tónlistar á kauphegðun er frá Heartbeats International í Svíþjóð sem gerð var fyrir STIM (systursamtök STEFs) nú í ár (2011)

Helstu niðurstöður:

• Fólki finnst erfiðara að vera án tónlistar en að vera án íþrótta, kvikmynda og tímarita.

• Rétt tónlist í verslunum fær viðskiptavini til að dvelja lengur í versluninni.

• Verst af öllu er að hafa þögn. • Tónlist hefur jákvæð áhrif á starfsanda.

• Fólki finnst almennt mikilvægt að listamenn og höfundar fái greitt fyrir þá tónlist sem spiluð er opinberlega.

 

Viðskiptavinir dvelja lengur í verslunum

Tónlist sem þú kannt að meta fær þig til að:

Dvelja lengur – 35%

Koma aftur – 31%

Mæla með verslun – 21%

Versla meira – 14%

… Með öðrum orðum – tónlist skiptir mál fyrir verslun

Því yngri sem neytendahópurinn er, þeim mun meira máli skiptir tónlistin.

• Í aldurshópnum 16-24 ára, jókst hlutfallið þeirra sem dvelur lengur í versluninni upp í 50% og hlutfall þeirra sem koma aftur í verslunina upp í 40%.

• Í þessum aldurshópi þykir 51% neytenda það skipta máli að tónlistin sem spiluð er í versluninni sé í samræmi við ímynd hennar    „profil“.

• 74% telja að það skiptir miklu máli hversu hátt tónlistin er spiluð.

Verslanir sem nota tónlist sem passar vel við þeirra ímynd og vörumerki

• 96% meiri líkur eru á því að fólk muni eftir vörumerki þeirra (Rannsókn Dr. Adrian C. North, Dr. David J. Hargreaves við Leicester University)

• 52% neytenda telja að ef tónlist er spiluð svo hátt að hún hindri samtöl fólks getur það gert það að verkum að fólk yfirgefi staðinn.

• Verst af öllu er þó að hafa ÞÖGN

• 35% neytenda á aldrinum 16-24 ára upplifa það mjög neikvætt sé þögn í verslunum.

• 60% sama hóps upplifir það mjög neikvætt að það sé þögn á heilsuræktarstöðvum.

Hversu vel velja verslanir þá tónlist sem spiluð er ?

• 18% hafði ekki skoðun á því. • 38% taldi valið hvorki vera gott né slæmt.

• 24% taldi valið á tónlistinni ekki gott

Hvar uppgötvar fólk nýja tónlist?

• Yfir 50% neytenda á aldrinum 16-24 ára höfðu uppgötvað nýja tónlist og nýja tónlistarmenn í verslunum.

• Fyrir neytendur í heild var hlutfallið 30%.

• 40% í yngsta aldurshópnum tók eftir því hvaða tónlist var verið að spila.

• Fyrir neytendur í heild var hlutfallið 30%.

Hvernig nota ég þá tónlist á réttan hátt í minni verslun?

• Viðskiptavinurinn verður að heyra tónlistina án þess þó að hún sé óþægilega há.

• Réttur tónstyrkur er þegar tónlistin er ekki eins og suð í bakgrunni en má þó ekki fara yfir það mark að auðveldlega sé hægt að eiga samræður.

• Tónlistin verður að yfirgnæfa t.d. suð í kælum og skrölt í innkaupavögnum.

• Til að auka vellíðunartilfinningu viðskiptavina á tónlistin helst að vera róleg og án þess að hlé verði inni á milli laga.

• Best er ef tónlistin er þannig að viðskiptavinurinn kannist við hana, án þess þó að hún dragi að sér of mikla athygli.

• Mismunandi tónlist passar við mismunandi markaðshópa, vikudaga, mánuði og tíma dags.

 

Nokkur dæmi um áhrif tónlistar á sölu

Ef spiluð er hæg tónlist í stórvörumarkaði dvelja viðskiptavinirnir lengur í versluninni og veltan eykst almennt um 38%.

• Veltan minnkar um leið og spiluð er of hröð tónlist eða engin tónlist og viðskiptavinirnir dvelja skemur.

• Í fatabúðum aukast viðskipti um 57% þegar spiluð er tónlist í bakgrunni miðað við sölu í versluninni þegar einungis heyrist tónlist úr sameiginlegu rými verslunarmiðstöðvar.

• Um leið segjast viðskiptavinirnir upplifa verslunina sem vinalegri og fágaðri.

Lifandi tónlist er besta leiðin til að auka sölu á áfengi á krám.

• 95% bar eigenda sögðu veltu hafa aukist þau kvöld sem boðið var upp á lifandi tónlist

• 24% þeirra töldu veltuna hafa aukist frá 25-50%.

• Að meðaltali jókst veltan um 44%

Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands maí 2011:

Tónlist skipar stóran sess í lífi fólks.

Mikill meirihluti svarenda (86%) getur ekki hugsað sér lífið án tónlistar.

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

7 + 5 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími: (+354) 561 6173

E-mail info(@)stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00