(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is

5. maí 2020
Það er kunnara en frá þurfi að greina, að heimsfaraldurinn COVID-19 hefur haft mikil og mestmegnis neikvæð áhrif á flestum sviðum mannlífs, m.a. á fjárhagsstöðu fjölmargra, ekki síst listafólks.
       Í ljósi stöðunnar hefur stjórn STEFs ákveðið að bjóða meðlimum upp á staðlaða fyrirframgreiðslu, í von um að það geti lyft eilítið undir eða brúað einhver bil hjá höfundum. Þetta úrræði er auðvitað valkvætt, en býðst aðeins þeim sem fengu að lágmarki úthlutað samtals 400.000 krónum á árinu 2019, en þeir voru um 200 talsins.
       Heildarupphæðin nemur 56 milljónum, en úrræðið stendur til boða út árið 2020. Þeir sem nýta sér það fyrir 1. september n.k. fá greiðsluna afdregna við aðalúthlutun í desember. Af þeim sem nýta úrræðið eftir 1. september verður dregið í úthlutunum næsta árs.

Fyrirkomulagið verður svona:

  • Þeim sem fengu úthlutað meira en 3 milljónum árið 2019 bjóðast 750.000 kr.
  • Þeim sem fengu úthlutað 1,5 – 3 milljónum árið 2019 bjóðast 500.000 kr.
  • Þeim sem fengu úthlutað 1 – 1,5 milljónum árið 2019 bjóðast 300.000 kr.
  • Þeim sem fengu úthlutað 600þ – 1 milljón árið 2019 bjóðast 200.000 kr.
  • Þeim sem fengu úthlutað 400þ – 600þ árið 2019 bjóðast 150.000 kr.

Þeir sem vilja nýta sér þetta úrræði þurfa að senda tölvupóst á info@stef.is með yfirskriftinni „COVID-úthlutun 2020“. Vinsamlega látið kennitölu fylgja.

Með góðum vonum um milt sumar og bjarta framtíð. Stjórn og starfsfólk STEFs

Rétt er að vekja athygli á því, að búið er að opna fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki v. COVID-19 á vefsvæði Ríkisskattstjóra.

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

1 + 7 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00