● COVID-fyrirframgreiðslur 2021 ●
Í ljósi viðvarandi áhrifa COVID-19 hefur stjórn STEFs ákveðið að bjóða meðlimum aftur upp á staðlaða fyrirframgreiðslu í ár, líkt og í fyrra, í von um að það geti létt róðurinn hjá höfundum í því ófremdarástandi sem ríkt hefur í tónlistargeiranum eftir að samkomutakmarkanir skertu stórlega möguleika músíkanta á að afla sér viðurværis.
Úrræðið er auðvitað valkvætt og býðst þeim sem fengu að lágmarki úthlutað samtals 400.000 krónum á árinu 2020, en þeir voru 207 talsins. Úrræðið er í boði til 1. maí 2021 og verður fyrirframgreiðslan dregin af aðalúthlutun í desember. Athygli er vakin á því, að þeim höfundum sem nýttu sér fyrra úrræðið eftir 1. sept. 2020 og eru því enn í skuld við STEF, býðst einnig að nýta sér þetta úrræði.
Fyrirkomulagið er svona (miðað er við úthlutanir ársins 2020):
• Þeim sem fengu úthl. meira en 3 millj. bjóðast 750þ kr.
• Þeim sem fengu úthl. 1,5–3 millj. bjóðast 500þ kr.
• Þeim sem fengu úthl. 1–1,5 millj. bjóðast 300þ kr.
• Þeim sem fengu úthl. 600þ–1 millj. bjóðast 200þ kr.
• Þeim sem fengu úthl. 400þ–600þ bjóðast 150þ kr.
Þeir sem vilja nýta sér þetta úrræði þurfa að senda tölvupóst á info@stef.is með yfirskriftinni „COVID-úthlutun 2020“. Vinsamlega látið kennitölu fylgja.
Rétt er að vekja athygli á því, að búið er að opna fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki v. COVID-19 á vefsvæði Ríkisskattstjóra.
Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband
Heimilisfang
Laufásvegur 40
101 Reykjavík.
Hafa samband
Sími/Tel: (+354) 561 6173
E-mail: info (hjá) stef.is
Opnunartími skrifstofu
Virkir dagar frá:
10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00