(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is

Útgáfa NCB

Útgefandi þarf að leggja inn umsókn fyrir útgáfunni og greiða höfundagjöld til STEF/NCB til að fá leyfi til þess að gefa út og fjölfalda tónlistina. Þetta þarf að gera áður en útgáfan á sér stað og þegar gjaldið hefur verið greitt til STEF/NCB telst útgáfan lögleg.

Velja þarf sérstaklega STEF og slá inn höfundanúmer STEFs í reitinn „number“.

Með umboði frá rétthöfum til réttindagæslu getur STEF veitt leyfi rétthafa til að setja tónlist þeirra t.d. á geisladiska, og DVD diska gegn greiðslu frá útgefandanum fyrir fjölföldun. Þetta gerir bæði höfundum og notendum tónlistarinnar auðveldara um vik en ella, þar sem útgefandi þarf þá ekki að leita leyfa hjá hverjum og einum höfunda þeirra verka sem gefin eru út.  STEF hefur útvistað til NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem er með skrifstofu í Kaupmannahöfn, umsýslu höfundaréttar þegar kemur að útgáfu tónlistar eða eiginlegri eintakagerð.  NCB eru samnorræn samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og er í eigu norrænna höfundaréttarsamtaka á tónlistarsviði – það er að segja STEFs (Ísland) KODA (Danmörk), STIM (Svíþjóð), TEOSTO (Finnland) og TONO (Noregur). Einnig er NCB í mjög nánu samstarfi við höfundaréttarsamtökin í Eystrasaltsríkjunum: AKKA/LAA (Lettland), EAÜ (Eistland) og LATGA-A (Litháen).NCB rekur útibú á Íslandi að Laufásvegi 40 sem í daglegu tali er nefnt NCB á Íslandi.

Flestir þeirra sem stunda hljómplötuútgáfu að staðaldri og ná ákveðinni ársveltu geta gert fastan samning við NCB sem gerir þeim kleift að gera upp söluna tvisvar á ári. Þeir sem ekki hafa fastan samning þurfa að sækja um og greiða af framleiddum eintökum fyrirfram.

Leyfi NCB er veitt gegn greiðslu leyfisgjalds skv. útgefinni gjaldskrá sem sjá má á heimasíðu www.ncb.dk. Til að standa straum af kostnaði NCB við réttindagæsluna dregst ákveðin þóknun frá innheimtum höfundagreiðslum skv. gjaldskrá NCB áður en þær eru sendar rétthöfum.

Sem höfundur, þarf ég að skrá mig hjá NCB?

Skráning rétthafa og skráning verka fer fram hjá höfundaréttarsamtökunum – á Íslandi hjá STEFi. Til að NCB geti til fulls gætt upptökuréttinda íslenskra rétthafa þurfa þeir að veita STEFi umboð. Sams konar höfundaréttarstofnunum og NCB hefur verið komið á fót um allan heim og hefur NCB gert við þær samning um að vörslu upptökuréttinda hver í sínu heimalandi.  Þessi samtök er sameinuð undir hatti  BIEM og í nafni BIEM eru t.d. gerðir samningar við alþjóðleg samtök hljómplötuframleiðenda IFPI.

Getur NCB veitt leyfi fyrir allri tónlist og öllum textum?

Nei. Í sumum tilvikum þarf að leita beint til þess sem samdi tónlistina eða textann til þess að fá leyfi. Þetta á við þegar setja á nýja tónlist við áður skráðan eða útgefinn texta eða þegar þýða á frumtexta yfir á annað tungumál eða endursemja texta og þegar texti er settur við áður skráð tónverk.

Hvað ef einhver vill gefa út eigin tónlist?

Um útgáfu eigin efnis gilda sömu reglur. Þó er leyfilegt að gefa út eitt upplag, að hámarki 5.000 eintök án þess að greiða af því höfundagjöld ef höfundur alls efnis er sá sami og gefur það út. Er þessi heimild fyrst og fremst hugsuð sem stuðningur við unga og óreynda tónlistarmenn og höfunda, en þó er öllum frjálst að nota hana sem eru að gefa út eigið efni.  Ef hljómsveit á saman efnið, verður hljómsveitin öll að vera útgefandi til að falla undir þessa undanþágu, eða eiga í sameiningu útgáfufyrirtækið sem gefur plötuna út. Fylla þarf út umsókn á sama hátt og við aðrar útgáfur og geta um öll verk á hljóðritinu og greiða lágt umsýslugjald. Ef útgefandi á eitt eða fleiri lög og jafnframt texta sjálfur, en gefur einnig út efni eftir aðra, þarf hann að greiða fyrir allt efni.

Staðfesting á lögmæti útgáfunnar

Þegar gengið hefur verið frá umsókn og trygging sett fyrir greiðslu höfundagjalda eða reikningur verið greiddur, sendir STEF staðfestingu á því að það megi framleiða það upplag sem sótt er um leyfi fyrir. Slíka staðfestingu þarf að sýna þeim aðila sem pressar plötuna.

Hversu oft er úthlutað?

NCB úthlutar fjórum sinni á ári í gegnum STEF – í júní og janúar fyrir útgáfu og í mars og september fyrir “on-line”. Úthlutunin frá STEFi fer fram um leið og öll gögn hafa borist frá NCB.

Eftirlit af hálfu NCB

Auk þeirrar vinnu, sem felst í að veita leyfi fyrir upptökum og úthluta innheimtum gjöldum, leggur NCB einnig áherslu á að hafa eftirlit með að ekki sé dreift ólöglegum upptökum á markaðinn.

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

1 + 7 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00