(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is

HLJÓÐSETNING

Það telst hljóðsetning (e. synchronisation) þegar hljóði er skeytt saman við mynd. Fyrir slíku þarf leyfi þess sem skapað hefur tónlistina (tón- og textahöfundum) svo og frá þeim sem á réttinn að viðkomandi upptöku, þ.e.a.s. ef þeir vilja nota upprunalegan flutning á laginu (e. master right). Oftast eru það útgáfufyrirtæki sem eiga réttinn til upptökunnar. Saman er stundum talað um „soundtrack“ right. Hafi tónhöfundurinn samið við tónlistarforleggjara (e. publisher) annast hann venjulega samningsgerð um hljóðsetningu.

Höfundar sjá alfarið sjálfir um að semja við framleiðendur vegna leyfis til notkunar tónlistar þeirra við kvikmyndir og auglýsingar.  STEF getur í slíkum tilvikum veitt höfundum ráðgjöf við samningsgerðina. Hafa verður í huga að samningsgerð um tónlist í kvikmynd er nokkuð ólík eftir því hvort um er að ræða frumsamda tónlist fyrir kvikmynd (e. original score) eða hvort verið sé að kaupa rétt til að nota tiltekið áður útgefið lag í kvikmynd eða sjónvarpsefni.

Höfundar geta sérstaklega óskað eftir því við NCB að NCB innheimti hljóðsetningargjald fyrir þá á hendur einstaka kvikmyndaframleiðendum. Geta höfundar þá notað gjaldskrá NCB fyrir hljóðsetningargjöld ef þeir það kjósa eða ef ekki hefur verið samið um annað endurgjald.

Hafa verður í huga hvað varðar hljóðsetningargjöld að sjónvarpsstöðvar með samninga við STEF um opinberan flutning tónlistar hafa heimild upp að vissu marki að nota tónlist við sína eigin framleiðslu án sérstaks leyfis höfundar.

Nánari upplýsingar um þessa tegund hljóðsetningarleyfa ásamt verðskrá er hægt að finna á heimasíðu NCB.

Hljóðsetningarleyfi NCB

Fyrir aðra framleiðslu sjónvarpsþátta svo og framleiðslu ýmiss annars myndefnis sem ætlað er til dreifingar á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum getur NCB veitt leyfi fyrir hljóðsetningu. NCB getur einnig veitt ákveðin leyfi til dreifingar utan þessa svæðis, en þá eingöngu ef notuð er tónlist þeirra sem eru meðlimir í höfundaréttarsamtökum á þessu svæði.

Þessi hljóðsetningarleyfi eru gefin út skv. gjaldskrá NCB. Hægt er m.a. að sækja um leyfi til hljóðsetningar á sjónvarpsþáttum, stuttmyndum og heimildamyndum sem ekki eru sýndar í kvikmyndahúsum (hægt að fá leyfi fyrir kvikmyndahátíðum), upptökum á tónleikum, skólaverkefnum, kynningum fyrirtækja og ýmsum öðrum minni verkefnum.

Leyfi þess sem á hljóðritið þarf síðan að sækja til viðkomandi útgefanda, ef nota á áður útgefið hljóðrit við hljóðsetninguna.

Nánari upplýsingar um þessa tegund hljóðsetningarleyfa ásamt verðskrá er hægt að finna á heimasíðu NCB.

Samsett hljóðsetningarleyfi SFH og STEFs fyrir minni myndverkefni á Íslandi eingöngu
Breytt tækni og auðveldari dreifing á netinu hefur gert það að verkum að hljóðsetning myndefnis hefur aukist mjög á undanförnum árum. Til þess að auðvelda leyfisveitingu fyrir minni verkefni á Íslandi bjóða STEF fyrir hönd höfunda og SFH fyrir hönd flytjenda og hljómplötuframleiðenda upp á sameiginlegt leyfi til tiltekinnar og takmarkaðrar hljóðsetningar myndefnis svo og opinbers flutnings þess.  Með samsettu leyfi er ferli leyfisveitinga einfaldað til muna til hagsbóta fyrir framleiðendur myndefnis.

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

14 + 15 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00