TÓNLIST Í DANSSKÓLUM & LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVUM
Verðskrá STEFs fyrir dansskóla, líkamsræktarstöðvar og aðra sambærilega starfsemi
1) Verð STEFs fyrir að leika tónlist miðast almennt við fjölda hóptíma í stundatöflu viðkomandi starfsemi. Verð fyrir hvern hóptíma er kr. 130. Frá þessu verði er veittur tiltekinn magnafsláttu skv. töflu hér að neðan.
2) STEF miðar við birta tíma á heimasíðu viðkomandi staðar við gerð reikninga. Ef breytingar verða á fjölda tíma biður STEF viðkomandi stað um að hafa samband og láta vita.
3) Ef viðkomandi staður spilar einnig tónlist í öðrum rýmum s.s. í tækjasal er greitt sérstakt gjald fyrir slíkt. Verðið fyrir bakgrunnstónlist er miðað við stærð rýmisins. Fyrir rými allt að 100 fermetra er kr. 2.350 á mánuði. Fyrir hvern umfram fermeter eru greiddar 10. kr. á mánuði. Frá þessu verði er veittur tiltekinn magnafsláttu skv. töflu hér að neðan
4) STEF sendir reikninga fyrir greiðslunni árlega en hægt er að fá henni skipt upp í styttri tímabil. Í árgjaldinu er miðað við að viðkomandi hóptími sé í boði að meðaltali 50 vikur á ári. Ef viðkomandi staður er með skerta starfsemi á ákveðnum tíma ársins, biður STEF viðkomandi stað um að hafa samband og láta vita af slíku.
5) Verð í krónutölum hér að ofan uppfærast ársfjórðungslega miðað við lánskjaravísitölu. Verðin innihalda bæði greiðslur til STEFs og SFH (Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda).
6) Verðskrá þessi gildir frá 1. janúar 2020.
Hér er tafla sem sýnir afslætti með tilliti til stærðar rýmis og fjölda vikulegara tíma.
Afsláttartafla fyrir dansskóla & líkamsræktarstöðvar Flokkur Afsláttur Frá Til
Stærð almenns æfingarýmis (fm) 1 0% 0 2.000
2 15% 2.001 3.000
3 25% 3.001 3.500
4 30% 3.501 4.000
5 40% 4.001 4.500
6 45% 7.001 8.000
7 50% 8.001 20.000
Fjöldi hóptíma á viku A 0% 0 100
B 10% 101 200
C 20% 201 300
D 30% 301 400
E 40% 401 500
F 50% 501 5.000