Hljóðvarp & sjónvarp

Hljóðvarp & sjónvarp > Verðskrár

Til þess að reka útvarpsstöð eða sjónvarpsstöð — hvort heldur er tímabundið eða að staðaldri — þarf að fá leyfi ýmissa aðila, m.a. STEFs til tónflutnings, skv. 1. mgr. 23. gr. höfundalaga nr. 73/2023. Gilda eftirfarandi skilmálar og verðskrár um veitingu slíkra leyfa, sem sjá má hér að neðan. Gert er ráð fyrir að gerður sé sérstakur samningur við hverja útvarpsstöð, sem þessi verðskrá tekur til, þar sem m.a. er samið um greiðsluskilmála o.fl.

  1. Leyfi STEFs til flutnings tónlistar í hljóðvarps- og sjónvarpsútsendingum eru samningskvaðaleyfi.
  2. Verð á leyfi til flutnings tónlistar í hljóðvarps- og sjónvarpsútsendingum miðast við prósentuhlutfall af heildartekjum viðkomandi starfsemi svo og hlutfall tónlistar í dagskrá skv. nánari upplýsingum hér að neðan. Aldrei er þó greitt lægra en tiltekin lágmarksgjöld. Sérstakar verðskrár gilda fyrir rekstur skammtímahljóðvarps og svæðishljóðvarps.
  3. Heildartekjur eru skilgreindar sem allar tekjur af hljóðvarps- og sjónvarpsstarfsemi að frádregnum virðisaukaskatti.
  4. Innifalið í leyfi til annaðhvort hljóðvarps- eða sjónvarpsstarfsemi eru netútsendingar s.s. á eigin heimasíðu og í hlaðvarpi svo og gagnvirkar útsendingar á einstökum þáttum eða kvikmyndum (VOD).
  5. Ekki er innifalið í leyfi heimild til endurvarps sjónvarpsútsendinga þriðja aðila, en um slíkt verður sá aðili sem endurvarpar sjónvarpsútsendingu að semja við IHM (Innheimtumiðstöð rétthafa). Á slíkt við bæði um samtímis útsendingar og ólínulegar útsendingar. Á slíkt einnig við um gagnvirkt endurvarp þriðja aðila á einstökum þáttum eða kvikmyndum (VOD)
  6. Leyfi STEFs nær þó ekki til þess að starfrækja sérstaka tónlistarveitu (með tónlistarveitu er átt við stafræna starfsemi sem miðast fyrst og fremst að miðlun tónlistar með streymi á gagnvirkan hátt þannig að hlustendur geti nálgast úrval tónlistar á þeim tíma og stað og þeir vilja) með eða án mynda á netinu þar sem tónlist er í forgrunni, þ.e.a.s. að hlustendum eða áhorfendum gefist kostur á að velja með gagnvirkum hætti einstök tónverk til hlustunar eða áhorfs, enda gildir um slíkt sérstök verðskrá STEFs.
  7. Leyfi STEFs nær einvörðungu til Íslands sem markaðssvæðis. Samkvæmt 53. gr. a höfundalaga um flytjanleika efnisveituþjónustu á Netinu yfir landamæri á innri markaðnum teljast Íslendingar búsettir erlendis til Íslands sem markaðssvæðis. Í framangreindu felst hins vegar hvorki jákvæð skylda á leyfishafa að takmarka dreifingu efnis síns við Ísland („geoblock“), nema slíkt leiði sérstaklega af einstökum samningum um sýningarrétt á efni, né skylda til greiðslu umfram samning þennan þegar efnið er aðgengilegt á netinu, eða á annan sambærilegan hátt, yfir landamæri.
  8. Leyfi STEFs nær ekki til að senda út heil leikrit, óperur, óperettur, balletta eða önnur sviðsverk með frumsamdri tónlist (stórréttindi, „grand rights“), þar sem STEF hefur ekki almennt umboð til að semja um slíkan flutning. Hafi tónlist sviðsverksins verið gefin út sem hljóðrit eða sem hljóð- og myndverk eða tónlistin flutt ein og sér án tengsla við sviðsverkið fellur flutningur tónlistarinnar þó innan leyfis STEFs.
  9. Leyfi STEFs nær einnig til þeirrar eintakagerðar tónverka (mekanísk réttindi) sem á sér stað við útsendingu á netinu, eða eftir öðrum dreifileiðum, og móttöku þeirra á tækjum notenda.
  10. Leyfi STEFs felur ekki í sér neinn rétt til handa viðskiptavinum viðkomandi hljóðvarps- eða sjónvarpsstöðvar til flutnings tónverka eða eintakagerðar í atvinnuskyni úr útvarpstækjum eða öðrum viðtækjum, þ.m.t. tölvum og snjallsímum. Með tónflutningi í atvinnuskyni er hér m.a. átt við flutning úr útvarpstækjum á vinnustöðum, í veitingahúsum, verslunum og skipum.
  11. Starfræki sama fyrirtækið bæði hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar greiðir fyrirtækið leyfisgjald fyrir hvorn reksturinn um sig, miðað við hversu hátt hlutfall heildartekna (eða kostnaðar ef ekki er hægt að aðgreina tekjur) stafar frá sjónvarpsrekstri annars vegar og frá hljóðvarpsrekstri hins vegar.
  12. Ef útvarps- eða sjónvarpsstöð er ekki rekin í hagnaðarskyni eða um góðgerðarstarfsemi er að ræða er heimilt að lækka lágmarksverð samkvæmt umsókn þar um.
  13. Leyfisgjald miðast við að heimild til tónflutnings sé ótakmörkuð allan sólarhringinn og að útsendingarsvæði sé landið í heild, en STEF er með sérstaka verðskrá fyrir svæðisbundnar útvarpsstöðvar svo og skammtímaútvarpsstöðvar.
  14. Heimilt er að semja um lægri leyfisgjöld ef flutningur á tónlist er nýtur höfundaréttarverndar er verulega takmarkaður.
  15. Er það skilyrði fyrir leyfi STEFs að hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar láti STEFi í té skýrslur um alla tónlist sem flutt er í miðlum þess. Skal þar tilgreint það sem nauðsynlegt er til að STEF geti gert umbjóðendum sínum reikningsskil, þ.e. útsendingarleið, nafn tónverks, höfundur, útsetjari, tegund og tímalengd verks og annað eftir nánara samkomulagi.
  16. Framleiði sjónvarpsstöð eigið efni getur sjónvarpsstöðin einnig samið við STEF um hljóðsetningarleyfi fyrir efnið samkvæmt sérstökum skilmálum þar um. Skal sjónvarpsstöðin þá einnig láta STEFi í té skýrslur vegna þessarar framleiðslu eða svokallaðar „Cue-sheets“.
  17. Þess ber að geta að leyfi STEFs til flutnings tónlistar felur einungis í sér leyfi fyrir hönd höfunda tónlistarinnar en ekki leyfi fyrir hönd flytjenda og hljómplötuframleiðenda. SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda) veitir leyfi fyrir hönd sinna meðlima. Þegar um er að ræða skammtímaútvarp eða svæðisútvarp getur STEF þó veitt leyfi einnig fyrir hönd SFH.

Öll verð taka breytingum miðað við lánskjaravísitölu (11845) á hverjum tíma. Verðskráin var síðast uppfærð 1. nóv. 2023.

Athugið að STEF er í samstarfi við SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda) varðandi innheimtu leyfisgjalda fyrir svæðis- og skammtímaútvörp. Verðið til SFH er 80% af verði til STEFs og leggst ofan á innheimtu STEFs þegar um slíkan rekstur er að ræða.

Hljóðvarp

Leyfisgjald fyrir rekstur útvarpsstöðvar miðast við hlutfall tónlistar á viðkomandi útvarpsstöð skv. neðangreindri töflu. Gjaldið er hlutfall af heildartekjum, sbr. skilmála hér að ofan. Það fer þó aldrei undir tiltekið lágmarksverð.

Hlutfal tónlistar að meðaltali
Leyfisgjald
Allt að 15%
5%
Allt að 30%
6%
Allt að 50%
7%
Allt að 70%
8%
Allt að 100%
9%

Útvarpsstöð skal veita STEFi upplýsingar án tafar ef stöðin breytir stefnu sinni, þannig að hlutfall tónlistar að meðaltali breytist á þann hátt að það geti haft áhrif á leyfisgjaldið. Gjaldið fer þó aldrei undir tiltekið lágmarksverð, sem gefið er upp hér fyrir neðan til einföldunar (lágmarksverð á ári):

Hlutfal tónlistar að meðaltali
Afsláttur
Lágmarksverð kr.
Allt að 100%
0%
6.016.081
Allt að 70%
15%
5.113.669
Allt að 50%
30%
4.211.257
Allt að 30%
60%
2.406.432
Allt að 15%
85%
902.912

Sjónvarp

Leyfisgjald fyrir rekstur sjónvarpsstöðvar miðast við tegund sjónvarpsstöðvar skv. neðangreindri töflu. Leyfisgjaldið er hlutfall af heildartekjum, sbr. skilmála hér að ofan.

Tegund stöðvar
Leyfisgjald í %
Íþróttastöð
0,65%
Áhersla á íþróttir
1,25%
Blandað efni
1,75%
Áhersla á afþreyingarefni
3,00%
Afþreyingarstöð
3,50%

Íþróttastöð:  Nær allt efni stöðvarinnar eru íþróttir eða íþróttatengdir þættir eða fréttir. Tónlist sé ekki meira en 15% af efni stöðvarinnar. 

Áhersla á íþróttir:  Stöðin leggur sérstaka áherslu á íþróttir eða íþróttatengda þætti eða fréttir, en getur þó innihaldið annað efni. Íþróttatengt efni sé þó a.m.k. 60% af efni stöðvarinnar.  

Blandað efni:  Stöðin inniheldur ýmis konar efni. Blanda af fréttum, íþróttum og dægurmálaþáttum og afþreyingarefni. Afþreyingarefni sé þó minna en 60% af efni stöðvarinnar. 

Áhersla á afþreyingarefni: Stöðin sendir aðallega út afþreyingarefni en getur þó sent út annað efni eins og fréttir og íþróttir. Afþreyingarefni er þó a.m.k. 60% af efni stöðvarinnar.  

Afþreyingarstöð: Nær allt efni stöðvarinnar er afþreyingarefni með mikilli tónlist. Tónlist sé þó ekki meira en 75% af efni stöðvarinnar.  

Afþreyingarefni er skilgreint sem efni sem almennt inniheldur mikla tónlist s.s. kvikmyndir, leiknir þættir og barnaefni.  

Fari magn tónlistar á sjónvarpsstöð umfram 75% þarf að semja um það sérstaklega.

Leyfisgjald fer þó aldrei undir tiltekið lágmarksverð, sem gefið er upp hér fyrir neðan til einföldunar (lágmarksverð á ári):

Tegund stöðvar
Lágmarksverð kr.
Íþróttastöð
4.010.699
Áhersla á íþróttir
3.437.742
Blandað efni
2.005.350
Áhersla á afþreyingarefni
1.432.393
Afþreyingarstöð
744.844

Verðskrá fyrir skammtímaútvarp

Útvarp sem rekið er skemur en einn mánuð telst vera skammtímaútvarp og fellur undir neðangreinda verðskrá. Sé útvarpi ætlað að starfa um lengri tíma en það, þá fellur það undir almenna verðskrár hljóðvarps og er þá árgjaldinu deilt á þá mánuði sem reksturinn stendur yfir. Aldrei er þó greitt hærra gjald en sem svarar greiðslu fyrir útvarpsrekstur í allt að mánuð.

Tímalengd útsendingar - Skammtímaútvarp
Verð kr.
Hljóðvarp allt að viku, 0,5% af hæsta árgjaldi (lágmarksverðskrár) hljóðvarps
36.097
Hver byrjaður dagur 2. viku
9.024
Hver byrjaður dagur 3. viku
12.634
Hver byrjaður dagur 4. viku
16.244
Útvarp allt að mánuði, 1/24 af hæsta árgjaldi hljóðvarpsverðskrár
300.807
Svæðisútvarp (annað en höfuðborgarsvæðið) í allt að mánuði, greiðir ½ gjald
150.404

Verðskrá fyrir svæðisútvarp

Útvarp með útsendingarsvæði sem er minna en landið allt telst vera svæðisútvarp og fellur undir sérstaka verðskrá. Verð til svæðisútvarps miðast annars vegar við hver árlegur senditími er að meðaltali, sem og fjölda íbúa á útsendingarsvæði.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu varðandi verðskrá fyrir svæðisútvarp.

Hljóðvarp & sjónvarp (ELDRA)

Til þess að reka útvarpsstöð eða sjónvarpsstöð — hvort heldur er tímabundið eða að staðaldri — þarf að fá leyfi ýmissa aðila, m.a. STEFs til tónflutnings.

Ef um skammtímaútvarp er að ræða, þá innheimtir STEF að jafnaði einnig gjöld fyrir SFH (Samband flytjenda og hljómplötuútgefenda). Er SFH-hlutinn 60% af gjaldi STEFs og leggst ofan á það. Leyfi STEFs, ásamt öðrum gögnum, þarf að leggja fyrir Útvarpsréttarnefnd, sem veitir útvarpsleyfið.

Gjaldskrá fyrir svæðisbundnar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar er miðuð við árlegan senditíma, en það er heildarútsendingartími stöðvar, en ekki aðeins sá tími sem tónlist er send út á stöðinni. Þá er gjald fyrir stöð sem aðeins nær til dreifbýlis helmingi lægra en gjald fyrir útvarp sem nær til Reykjavíkur eða annars þéttbýlis.

Sérstakur taxti er í gildi fyrir skammtímaútvarp. Skammtímaútvarp telst það vera, þegar útvarpað er skemur en einn mánuð. Sé útvarpað lengur en einn mánuð, þá er miðað við útsendingartíma.

Gjald vegna skammtímaútvarps þarf að greiða fyrirfram, nema viðunandi trygging sé sett. Vegna heilsársútvarps verður að setja tryggingu fyrir minnst þriggja mánaða gjaldi.

Lágmarksverð m.v. útsendingar til alls landsins eru þessi (skv. verðskrá í jan. 2024):
Árgjald sjónvarpsstöðvar:7.643.426 kr.Mánaðargjald:636.952 kr.
Árgjald útvarpsstöðvar:10.886.778 kr.Mánaðargjald:907.232 kr.

Afsláttur er veittur í samræmi við magn tónlistar á stöðinni sbr. eftirfarandi töflu.

Athugið að verð þessi fela EKKI í sér gjald til flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðanda) innheimtir sérstaklega.

LágmarksverðTónlist allt að:Afsláttur: 
Árgjald Klst./dag: Upphæð:Gjaldlækkun:
7.643.426 kr.100%2400 kr.7.643.426 kr.
7.643.426 kr.60%1415%1.146.514 kr.6.496.912 kr.
7.643.426 kr.50%1230%2.293.028 kr.5.350.398 kr.
7.643.426 kr.40%1045%3.439.542 kr.4.203.884 kr.
7.643.426 kr.30%760%4.586.055 kr.3.057.370 kr.
7.643.426 kr.20%575%5.732.569 kr.1.910.856 kr.
7.643.426 kr.10%290%6.879.083 kr.764.343 kr.

Verðskráin hefur að geyma verð, sem höfð eru til viðmiðunar við gerð samninga við útvarpsstöðvar, þ.e. hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar, skv. 1. mgr. 23. gr. höfundalaga nr. 73/1972, aðrar en svæðisbundnar útvarpsstöðvar, þar sem í gildi er sérstök viðmiðunarverðskrá.

Sjónvarpsstöð skal greiða STEFi 1,7% af heildartekjum sínum af sjónvarpsrekstri, að frádregnum virðisaukaskatti, fyrir heimild til þess að flytja á einni sjónvarpsrás tónverk sem njóta verndar samkvæmt höfundalögum. Endurgjald þetta skal þó ekki nema lægri fjárhæð en fram kemur í dálknum um lágmarksverð í verðskrá hér að ofan.

Hljóðvarpsstöð skal greiða STEFi 5 % af heildartekjum sínum af hljóðvarpsrekstri, að frádregnum virðisaukaskatti, fyrir heimild til þess að flytja á einni hljóðvarpsrás tónverk sem njóta verndar samkvæmt höfundalögum. Endurgjald þetta skal þó ekki nema lægri fjárhæð en fram kemur í dálknum um lágmarksverð í verðskrá hér að ofan.

Ofangreindar lágmarksfjárhæðir eru miðaðar við það, að heimild til tónflutnings sé ótakmörkuð allan sólarhringinn. Jafnframt eru þær miðaðar við það að útsending útvarpsstöðvar nái til alls landsins. Ef útsendingarsvæðið er minna, þá skulu fjárhæðirnar lækka í samræmi við verðskrá fyrir svæðisbundnar útvarpsstöðvar. Fjárhæðirnar eru miðaðar við vísitölu neysluverðs í aprílmánuði 2007, 267,1 stig, og breytast árlega í samræmi við breytingar á þeirri vísitölu.

Ef sama útvarpsstöð starfrækir bæði sjónvarps- og hljóðvarpsrásir, þá skal hlutfall það, sem greiðist sem endurgjald til STEFs af tekjum af útvarpsrekstri, miðað við hve hátt hlutfall teknanna stafar frá sjónvarpsrekstri annars vegar og frá hljóðvarpsrekstri hins vegar.

Ef sama útvarpsstöð starfrækir fleiri en eina rás, hvort sem er sjónvarps- eða hljóðvarpsrásir, þá er heimilt að lækka lágmarksendurgjald fyrir hverja rás samkvæmt framansögðu.

Ef útvarpsstöð er ekki rekin í hagnaðarskyni eða um góðgerðarstarfsemi er að ræða, þá er heimilt að lækka lágmarksendurgjald. Á þetta þó ekki við um rekstur skammtímaútvarps heldur gildir þá sérstök verðskrá fyrir skammtímaútvarp.

Ennfremur er heimilt að lækka ofangreind hlutföll og lágmarksfjárhæðir, ef vernduð tónlist er notuð í mjög takmörkuðum mæli.

Í samræmi við 1. mgr. 23. gr. höfundalaga er gert ráð fyrir að gerður verði sérstakur samningur við hverja útvarpsstöð, sem þessi verðskrá tekur til, þar sem m.a. verði samið um greiðsluskilmála og tryggingu fyrir greiðslu endurgjalds á umsömdum gjalddögum.

Láta skal STEFi í té skýrslur um alla tónlist sem flutt er. Skal þar tilgreint það sem nauðsynlegt er til að STEF geti gert umbjóðendum sínum reikningsskil, þ.e. nafn tónverks, höfunda, útsetjara, útgefanda, tímalengd verks og annað eftir nánara samkomulagi. Um þau tónverk, sem flutt eru af plötum, verður ekki krafist frekari upplýsinga en það sem sem fram kemur á sjálfri plötunni. Veita má undanþágur frá þessu ákvæði.

Heimilt er að veita skólum sem reka svæðisbundnar útvarpsstöðvar allt að 25% afslátt frá ofangreindri verðskrá.

Scroll to Top