(+354) 561 6173 info@stef.is

Nótnasjóður

Markmið Nótnasjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á nótum og á stafrænu formi, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Tekjur sjóðsins eru þær tekjur, sem STEF fær úthlutaðar frá FJÖLÍS, svo og fjármagnstekjur af fjármunum sjóðsins á hverjum tíma.

Nótnasjóður STEFs úthlutar styrkjum tvisvar á ári, vor og haust skv. reglum um sjóðinn. Umsóknarfrestur að vori er 10. apríl og að hausti 10. september. Umsóknir skulu sendar skrifstofu STEFs að Laufásvegi 40, 101 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið info@stef.is.

Umsókn í Nótnasjóð

Hljóðritasjóður

Markmið Hljóðritasjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á hljómplötum, hljómdiskum og öðrum hljóðritum sem og á mynddiskum og öðrum myndritum, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Tekjur sjóðsins eru þær tekjur, sem STEF fær úthlutaðar frá Innheimtumiðstöð gjalda (IHM), svo og fjármagnstekjur af fjármunum sjóðsins á hverjum tíma.

Hljóðritasjóður STEFs úthlutar styrkjum tvisvar á ári, vor og haust skv. reglum um sjóðinn. Umsóknarfrestur að vori er 10. apríl og að hausti 10. september. Umsóknir skulu sendar skrifstofu STEFs að Laufásvegi 40, 101 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið info@stef.is.

Umsókn í Hljóðritasjóð

Tónskáldasjóður Rásar 2

Sjóðurinn hefur það hlutverk að efla frumsköpun,  útgáfu og flutning á nýrri íslenskri tónlist og textum. Styrkir úr sjóðnum skulu veittir tónskáldum/textahöfundum til nýsköpunar og hvers kyns verkefna á sviði hryntónlistar.   Umsóknir skulu berast sjóðnum á þar til gerðum eyðublöðum í þríriti ásamt fylgigögnum merktar Tónskáldasjóði Rásar 2 c/o STEF, Laufásvegi 40, 101 Reykjavík.

Umsókn í Tónskáldasjóð Rásar 2

Ferðasjóður STEFs

Ferðasjóður STEFs var stofnaður við sölu íbúðar sem STEF átti í London. Markmið sjóðsins er að veita ferðastyrki til tónskálda, textahöfunda og annarra rétthafa svo og til starfsfólks samtakanna til að kynna sér starfsemi erlendra höfundaréttarsamtaka. Styrkir eru veittir skv. umsóknum þar sem m.a. þarf að gera grein fyrir tilefni ferðar. Hámarksstyrkur er 120.000 kr. og við ákvörðun styrkfjárhæðar er tekið tilliti til réttindamagns og höfundagreiðslna hlutaðeigandi rétthafa. Geta rétthafar aðeins sótt um styrk úr sjóðnum einu sinni á ári. Ekki er um sérstakt umsóknareyðublað að ræða heldur skulu umsóknir berast með tölvupósti á netfangið info@stef.is

Tónskáldasjóður Ríkisútvarpsins

Megin­markmið sjóðsins er að veita styrki til tónskálda til að semja metnaðarfull tónverk í stærri formum, svo sem sinfóníuverk, kammerverk, óperur og söng­leiki. Í stjórn sjóðsins eiga sæti útvarpsstjóri, sem er formaður hennar, fulltrúi STEFs og einn fulltrúi, tilnefndur af stjórn Tónskáldafélags Íslands. Styrkir úr sjóðnum eru veittir á grundvelli umsókna.

Tónskáldasjóður 365

Tónskáldasjóði 365 er ætlað að stuðla að aukinni sköpun nýrrar íslenskrar tónlistar sem efla mætti íslenska menningu og dagskrárgerð, m.a. á miðlum 365.

Umsóknir með lýsingu á fyrirhuguðum verkefnum berist fyrir 17.júní ár hvert og stílist á:
Tónskáldasjóð 365
Laufásvegi 40
101 Reykjavík

Umsóknum má einnig skila inn rafrænt á info@stef.is

Umsókn í Tónskáldasjóð 365

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

12 + 1 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími: (+354) 561 6173

E-mail info(@)stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00