Verslanir

Tónlist skipar stóran sess í lífi fólks
og hefur áhrif á kauphegðun.

Verslanir

Tónlistin er vel þegin af viðskiptavinum og hefur veruleg áhrif á upplifun og kauphegðun þeirra. En hljómi tónlist í opinberu rými, t.d. verslun, þá ber að afla leyfis til þess hjá STEFi og greiða fyrir það sanngjarnt verð. Öllum ætti að vera ljóst að þessi kostnaðarliður, sem ekki getur talist hár, skilar sér margfalt til baka í aukinni sölu og ánægðum viðskiptavinum.

Algengar spurningar og svör:

Flutningur tónlistar telst vera opinber ef hann fer fram á stað sem almenningur hefur aðgang að. Ekki skiptir máli hvaðan tónlistin kemur; hvort hún er spiluð af plötuspilara, henni streymt úr snjalltæki, hún spiluð af hljóðfæraleikurum á staðnum eða kveikt er á útvarpi.

STEF lætur sig ekki varða með hvaða hætti það er gert, heldur aðeins hvort tónlist hljómi í viðkomandi rými. Það er sérstaklega tekið fram í greinargerð með höfundalögum að spilun tónlistar úr útvarpi teljist vera sjálfstæður opinber flutningur og því þarf að greiða fyrir notkun tónlistar á þann hátt eins og á annan hátt.

Það, hvernig eða hvaðan tónlistin kemur, er aukaatriði. Aðalatriðið er að ef tónlist hljómar í opinberu rými, þá ber að afla leyfis hjá STEFi, sem síðan greiðir rétthöfum fyrir notkunina.

Til eru ýmsar leiðir til að útvega tónlist til spilunar í atvinnurekstri og ein er sú að nota lagalista í gegnum „app“. En eins og fram kemur hér að ofan, þá gildir einu hvaðan eða hvernig tónlistin er flutt, ávallt ber að greiða rétthöfum fyrir notkun.

Þess má geta, að nokkur fyrirtæki eru sérhæfð í því að aðstoða fyrirtæki við að velja tónlist fyrir viðkomandi markhóp og bjóða mismunandi lausnir. Tvö slík starfa sérstaklega á Íslandi;  ATMO Select og Megafone og hafa þau sérstakan samning þar að lútandi við STEF.

Spotify selur aðgang að stórum gagnabanka tónlistar og fjölda lagalista, sem þegar eru til staðar eða notandi getur útbúið sjálfur. Aftur á móti miða notkunarskilmálar Spotify einungis við einkanot, en ekki opinberan flutning. Það er því í raun óheimilt að nýta Spotify-aðgang einstaklings í verslunarrekstri fyrir viðskiptavini. Í einstaka löndum hefur Spotify þó markaðssett sérstakt leyfi til fyrirtækja, m.a. í gegnum dótturfyrirtækið Soundtrack Your Brand.

Vert er þó að geta þess, að STEF hefur fram til þessa ekki skipt sér að því hvernig tónlist er flutt í opinberum rýmum (þ.m.t. hvort það er í gegnum einstaklingsaðgang að Spotify),  svo fremi sem viðkomandi rekstraraðili hafi aflað sér leyfis hjá STEFi fyrir opinberum flutningi.

Verðskrá STEFs og SFH (apríl 2023):

Sé tónlist flutt í verslunum, heilsuræktarstöðvum, ljósbaðsstofum, hárgreiðslustofum eða öðrum sambærilegum stöðum, þá skal greiða fyrir það sem hér segir:

Verslanir allt að 100 fm að stærð greiða 5.910 kr. á mánuði. Hver fermetri umfram 100 kostar 24 kr.

Athugið að í verðinu felst einnig þóknun til SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda), sem sér um að greiða söngvurum, hljóðfæraleikarum og hljómplötuframleiðendum, sem einnig eru rétthafar þegar leikin er tónlist af upptökum. Til einföldunar fyrir viðskiptavini sér STEF um að innheimta það gjald einnig.

Áhrif tónlistar á kauphegðun

Hvernig get ég aukið ánægju viðskiptavina með notkun á tónlist í verslunum og í þjónustu?

  • Tónlist hefur þann einstaka eiginleika að hafa áhrif á fólk andlega og fá heilann til að gefa frá sér hormón eins og adrenalín og dópamín sem veitir vellíðunartilfinningu.
  • Nýjasta rannsóknin um áhrif tónlistar á kauphegðun er frá Heartbeats International í Svíþjóð sem gerð var fyrir STIM (systursamtök STEFs) nú í ár (2011)
  • Fólki finnst erfiðara að vera án tónlistar en að vera án íþrótta, kvikmynda og tímarita.
  • Rétt tónlist í verslunum fær viðskiptavini til að dvelja lengur í versluninni.
  • Verst af öllu er að hafa þögn. • Tónlist hefur jákvæð áhrif á starfsanda.
  • Fólki finnst almennt mikilvægt að listamenn og höfundar fái greitt fyrir þá tónlist sem spiluð er opinberlega.

Tónlist sem þú kannt að meta fær þig til að:

  • Dvelja lengur – 35%
  • Koma aftur – 31%
  • Mæla með verslun – 21%
  • Versla meira – 14%

… Með öðrum orðum – tónlist skiptir mál fyrir verslun

  • Í aldurshópnum 16-24 ára, jókst hlutfallið þeirra sem dvelur lengur í versluninni upp í 50% og hlutfall þeirra sem koma aftur í verslunina upp í 40%.
  • Í þessum aldurshópi þykir 51% neytenda það skipta máli að tónlistin sem spiluð er í versluninni sé í samræmi við ímynd hennar „profil“.
  • 74% telja að það skiptir miklu máli hversu hátt tónlistin er spiluð.
  • 96% meiri líkur eru á því að fólk muni eftir vörumerki þeirra (Rannsókn Dr. Adrian C. North, Dr. David J. Hargreaves við Leicester University)
  • 52% neytenda telja að ef tónlist er spiluð svo hátt að hún hindri samtöl fólks getur það gert það að verkum að fólk yfirgefi staðinn.
  • Verst af öllu er þó að hafa ÞÖGN
  • 35% neytenda á aldrinum 16-24 ára upplifa það mjög neikvætt sé þögn í verslunum.
  • 60% sama hóps upplifir það mjög neikvætt að það sé þögn á heilsuræktarstöðvum.
  • 18% hafði ekki skoðun á því.
  • 38% taldi valið hvorki vera gott né slæmt.
  • 24% taldi valið á tónlistinni ekki gott
  • Yfir 50% neytenda á aldrinum 16-24 ára höfðu uppgötvað nýja tónlist og nýja tónlistarmenn í verslunum.
  • Fyrir neytendur í heild var hlutfallið 30%.
  • 40% í yngsta aldurshópnum tók eftir því hvaða tónlist var verið að spila.
  • Fyrir neytendur í heild var hlutfallið 30%.
  • Viðskiptavinurinn verður að heyra tónlistina án þess þó að hún sé óþægilega há.
  • Réttur tónstyrkur er þegar tónlistin er ekki eins og suð í bakgrunni en má þó ekki fara yfir það mark að auðveldlega sé hægt að eiga samræður.
  • Tónlistin verður að yfirgnæfa t.d. suð í kælum og skrölt í innkaupavögnum.
  • Til að auka vellíðunartilfinningu viðskiptavina á tónlistin helst að vera róleg og án þess að hlé verði inni á milli laga.
  • Best er ef tónlistin er þannig að viðskiptavinurinn kannist við hana, án þess þó að hún dragi að sér of mikla athygli.
  • Mismunandi tónlist passar við mismunandi markaðshópa, vikudaga, mánuði og tíma dags.

Ef spiluð er hæg tónlist í stórvörumarkaði dvelja viðskiptavinirnir lengur í versluninni og veltan eykst almennt um 38%.

  • Veltan minnkar um leið og spiluð er of hröð tónlist eða engin tónlist og viðskiptavinirnir dvelja skemur.
  • Í fatabúðum aukast viðskipti um 57% þegar spiluð er tónlist í bakgrunni miðað við sölu í versluninni þegar einungis heyrist tónlist úr sameiginlegu rými verslunarmiðstöðvar.
  • Um leið segjast viðskiptavinirnir upplifa verslunina sem vinalegri og fágaðri.
  • 95% bar eigenda sögðu veltu hafa aukist þau kvöld sem boðið var upp á lifandi tónlist
  • 24% þeirra töldu veltuna hafa aukist frá 25-50%.
  • Að meðaltali jókst veltan um 44%

Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands maí 2011:

  • Tónlist skipar stóran sess í lífi fólks.
  • Mikill meirihluti svarenda (86%) getur ekki hugsað sér lífið án tónlistar.
Scroll to Top