Dansskólar
Tónlist í dansskólum
Verðskrá og fyrirkomulag STEFs fyrir dansskóla og sambærilega starfsemi (apríl 2024).
- Verð STEFs fyrir að leika tónlist í danstímum miðast við fjölda iðkenda/nemendur sem skráðir eru í nám hjá í viðkomandi dansskóla. Verð fyrir hvern nemanda 472 kr.
- STEF miðar við fjölda nemenda sem fæst uppgefinn frá viðkomandi dansskóla. Ef breytingar verða á fjölda nemenda (umfram 10%) frá útgáfu síðasta reiknings, þá biður STEF viðkomandi dansskóla að hafa samband og láta vita.
- Ef viðkomandi staður spilar einnig tónlist í öðrum rýmum, s.s. í tækjasal, þá er greitt sérstakt gjald fyrir slíkt samkvæmt verðskrá fyrir heilsuræktarstarfsemi. Verð fyrir slíka bakgrunnstónlist miðast við stærð rýmisins.
- STEF sendir reikninga fyrir greiðslunni árlega. Greiðslan miðast við starfsemi á einu skólaári.
- Verð í krónutölu hér að ofan uppfærist ársfjórðungslega miðað við lánskjaravísitölu. Verðin innihalda bæði greiðslur til STEFs og SFH (Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda).