Kvikmyndahús & tónlist

Kvikmyndahús, kvikmyndahátíðir, kvikmyndasýningar og tónlist í kvikmyndum

Lögaðilar eða einstaklingar, sem sýna kvikmyndir, hvort sem er með eða án aðgangseyris, ber að afla leyfis hjá STEFi fyrir opinberum flutningi á tónlist sem hljómar í viðkomandi myndum. Ástæðan er sú, að tónhöfundar framselja sjaldnast réttinn til opinbers flutnings tónlistar sinnar til kvikmyndaframleiðenda. Á það bæði við um frumsamda tónlist fyrir kvikmyndina (e. score) og áður útgefna tónlist.

Það sama gildir um leiksýningar eða aðrar sambærilegar sýningar þar sem tónlist er flutt (sjá nánari upplýsingar um tónlist í leikhúsum undir hlekknum „sviðsverk“).

Verðskrá (júlí 2024):

Kvikmyndir sýndar gegn aðgangseyri

Lögaðilum eða einstaklingum, sem sýna kvikmyndir gegn aðgangseyri, ber að greiða 1% af aðgangseyri, að frádregnum virðisaukaskatti, þó ekki lægra en lágmarksgjald að fjárhæð 18.717 kr.

Kvikmyndir sýndar án aðgangseyris

Lögaðilum eða einstaklingum, sem sýna kvikmyndir án aðgangseyris, ber að greiða 187 kr. fyrir hvert sæti eða stæði, en þó ekki lægra en lágmarksgjaldið, 18.717 kr.

Í báðum tilvikum er innifalið í gjaldinu sú tónlist sem leikin er fyrir og eftir sýningar sem og í hléi.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu STEFs til að gera samning um flutning tónlistar í kvikmyndasýningum eða leiksýningum í gegnum netfangið sala@stef.is.

Scroll to Top