Höfundar

Aðild að STEFi er ókeypis og jafnframt sú þjónusta sem starfsfólk samtakanna veitir einstökum rétthöfum.

Kostir þess að vera meðlimur í STEF

Fyrir utan þá hefðbundnu starfsemi STEFs að annast innheimtu höfundaréttargjalda og úthluta þeim til rétthafa, geta þeir rétthafar sem hafa afhent STEF umboð sitt fengið ýmsa viðbótarþjónustu hjá STEFi:

Meðlimir STEFs fá alþjóðlegt höfundanúmer (s.k. IPI-númer) sem er nauðsynlegt til að fá úthlutað fyrir opinberan flutning verka þeirra erlendis. Á þetta jafnt við um flutning í útvarpi/sjónvarpi, á tónleikum, sem og á tónlistarveitum, en samningar og samstarf STEFs við liðlega 70 erlend systursamtök tryggja flæði fjármuna á milli samtaka, sem hver um sig innheimta á sínu svæði og úthluta síðan til þeirra samtaka sem viðkomandi höfundar tilheyra.

Í gegnum NCB geta rétthafar fengið höfundaréttargjöld af útgáfu og mekanískri eintakagerð verka þeirra hérlendis sem erlendis. Á það t.d. við um eintakagerð sem á sér stað í gegnum tónlistarveitur eins og iTunes.

STEF veitir lögfræðilega ráðgjöf við gerð samninga sem tónhöfundar gera, t.d. við útgefendur, tónlistarforleggjara (e: music publishers) og kvikmyndaframleiðendur.

STEF veitir lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við brot á sæmdarrétti höfunda.

STEF veitir á ári hverju fjölda styrkja til meðlima sinna. Hægt er að sækja um styrki til útgáfu hljóðrita svo og útgáfu nótna. Þá er einnig hægt að sækja um styrki til tónleikaferða. Nánari upplýsingar um styrki STEFs er að finna undir liðnum Styrkir & sjóðir.

Scroll to Top