(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is

Hvað er STEF?

STEF eru félagasamtök sem stýrt er af fulltrúum þeirra sem aðild eiga að samtökunum.
       Æðsta ráð STEFs er fulltrúaráðið, sem almennir félagsmenn kjósa á tveggja ára fresti. Ráðið er skipað 21 fulltrúa, en kosið er um 19 sæti. Tvö sæti eru sjálfskipuð formönnum tveggja aðildarfélaga STEFs, Félagi tónskálda og textahöfunda (FTT) og Tónskáldafélagi Íslands (TÍ). Þriðja víddin í samtökunum eru rétthafar sem standa utan félaga.
        Í samþykktum STEFs er kveðið á um að fimm sæti fulltrúaráðsins hið minnsta skuli vera skipuð rétthöfum úr FTT, fimm úr TÍ og fimm skipuð aðilum utan félaga. Eftir að þeim skilyrðum er fullnægt fara sætin fjögur sem eftir eru einfaldlega eftir atkvæðamagni, burt séð frá félagsaðild.
        Fulltrúaráðsfólk kýs sér formann á fyrsta fundi kjörtímabils og einnig fimm ráðsmenn í stjórn samtakanna, sem skipuð er sjö mönnum til tveggja ára í senn. Formenn aðildarfélaganna eru sjálfkjörnir í stjórnina. Stjórn STEFs stýrir samtökunum samkvæmt ákvörðunum fulltrúaráðs og ræður stjórnin framkvæmdastjóra sem stýrir daglegum rekstri.
        Samkvæmt sérstakri löggildingu frá menntamálaráðuneytinu hefur STEF einkaheimild til þess að innheimta höfundarréttargjöld fyrir flutning á tónlist og tilheyrandi texta, sem verndar nýtur samkvæmt höfundalögum og lýtur eftirliti ráðuneytisins. STEF sendir ráðuneytinu ár hvert endurskoðaðan ársreikning til upplýsinga.

Nánar má fræðast um tilgang og viðfangsefni STEFs í samþykktum samtakanna.

Hlutverk STEFs og menningarsjóður
Hlutverk STEFs eru einkum þrenns konar:
 • Í fyrsta lagi beitir STEF sér fyrir að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar. Mótar STEF stefnu á þessu sviði sem félagar í samtökunum eru bundnir af.
 • Í öðru lagi sér STEF um að innheimta höfundaréttargjöld fyrir flutning tónlistar þar sem hún er flutt opinberlega. Hefur STEF gert samninga við suma þá sem tónlist flytja, eins og stærstu útvarpsstöðvarnar, en hjá öðrum innheimtir STEF gjöldin samkvæmt gjaldskrá. Þetta er fyrirferðarmikill þáttur í starfi samtakanna. Þeir sem greiða höfundarréttargjöld til STEFs, skipta mörgum hundruðum.
 • Þriðja meginverkefni STEFs er að úthluta því, sem innheimst hefur, til hlutaðeigandi rétthafa, eftir að kostnaður við starfsemi samtakanna hefur verið dreginn frá. Úthlutun fer fram á grundvelli upplýsinga um hvaða verk hafa verið flutt, t.d. í útvarpi, og er leitast við að hafa hana sem nákvæmasta, þó þannig að kostnaður við að afla upplýsinga og skrá þær verði ekki óheyrilega hár svo að sem mest komi til skipta milli rétthafa þegar upp er staðið.
Menningarsjóður STEFs

STEF styrkir innlenda menningarstarfsemi á ýmsan hátt í gegnum Menningarsjóð STEFs.  Ekki er þó hægt að sækja um styrki í þennan sjóð heldur styrkir hann föst verkefni samkvæmt ákvörðun stjórnar STEFs hverju sinni.  Framlög úr sjóðnum fara til rekstrar FTT (Félags tónskálda og textahöfunda) og TÍ (Tónskáldafélags Íslands) auk til verkefna eins og reksturs Samtóns, ÚTÓN, Reykjavík Loftbrú og Íslensku tónlistarverðlaunanna auk ýmis námskeiðahalds og viðburða sem STEF stendur að fyrir meðlimi sína.

Stjórn STEFs 2020-2022 (ásamt framkv.stj. STEFs)
F.v. Páll Ragnar Pálsson, Sigurður Flosason, Sigríður Thorlacius, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Guðrún Björk (framkv.stj.), Hildur Kristín Stefánsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason (formaður) og Hallur Ingólfsson.

Skrifstofan er að Laufásvegi 40. Viðskiptavinir og meðlimir ávallt velkomnir.
Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15.

Starfsfólks STEFs:

Bergrós Gunnarsdóttir

Skrásetjari
bergros (hjá) stef.is

Guðmundur Þór Guðjónsson

Fjármálastjóri
gudmundur (hjá) stef.is

Guðrún Ásdís Lárusdóttir

Innheimtufulltrúi
gudrun (hjá) stef.is

Guðrún B. Bjarnadóttir

Framkvæmdastjóri
gudrunbjork (hjá) stef.is

Hanna F. Jóhannsdóttir

Gjaldkeri & móttökustjóri
hanna (hjá) stef.is

Helgi Kr. Jakobsson

Sölufulltrúi
helgikr (hjá) stef.is

Hrafnkell Pálmarsson

Sölustjóri
hrafnkell (hjá) stef.is

Hreiðar K. Hreiðarsson

Verkefnisstjóri hugbúnaðar
hreidar (hjá) stef.is

Magnús Guðmundsson

Skrásetjari
mg (hjá) stef.is

Sindri Magnússon

Þjónustustjóri
sindri (hjá) stef.is

Stefán Hilmarsson

Kynningar- & miðlunarstjóri
stefan (hjá) stef.is

Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. Hún er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá HÍ og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla. Áður en hún réði sig til STEFs átti hún að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins. Guðrún Björk hefur einnig sinnt lögfræðikennslu við HÍ og HR og haldið fjölda erinda og fyrirlestra, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Hún situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra. Þá situr hún einnig í stjórn Listaháskóla Íslands og í stjórn Hollvina AFS á Íslandi.
      Helstu áhugamál Guðrúnar Bjarkar eru hestamennska og tónlist, en hún syngur í kvennakórnum Vox Feminae og er auk þess í gítarnámi hjá Pétri Jónassyni.

 

Stjórn STEFs 2020-2022

Eftir aðalfund 23. maí 2020

Aðalmenn í stjórn:

Bragi Valdimar Skúlason (FTT), formaður

Þórunn Gréta Sigurðardóttir (TÍ), varaformaður

Hallur Ingólfsson (FTT)

Hildur Kristín Stefánsdóttir (FTT)

Páll Ragnar Pálsson (TÍ)

Sigríður Thorlacius (utan félaga)

Sigurður Flosason (FTT)

Varamenn í stjórn:

Snorri Helgason

Þuríður Jónsdóttir

Pétur S. Jónsson

Logi Pedro Stefánsson

Úlfar Ingi Haraldsson

Óttarr Proppé

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Starfsreglur stjórnar STEFs
Fundargerðir stjórnar STEFs

Stjórnarfundur 3. mars 2022 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 19. janúar 2022 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 9. desember 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 15. nóvember 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 4. október 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 26. ágúst 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 5. júlí 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 29. júní 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 4. maí 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 20. apríl 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 12. mars 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 27. janúar 2021 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 16. desember 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 12. nóvember 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 23. september 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 13. ágúst 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 5. júní 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 23. maí 2020 – Fundargerð

Stjórnarfundur 22. maí 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 30. apríl 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 25. mars 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 6. febrúar 2020 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 13. desember 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 12. nóvember 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 1. október 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 26. ágúst 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 29. maí 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 2. apríl 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 18. mars 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Stjórnarfundur 1. feb. 2019 – Fundargerð – Útdráttur

Fulltrúaráð STEFs 2022-2024 | Aðalmenn

1. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (FTT)

2. Arnór Dan Arnarson (FTT)

3. Áskell Másson (TÍ)

4. Birgir Steinn Stefánsson (utan félaga)

5. Bragi Valdimar Skúlason (FTT)

6. Eyþór Gunnarsson (FTT)

7. Hafdís Bjarnadóttir (TÍ)

8. Hallur Ingólfsson (FTT)

9. Hildigunnur Rúnarsdóttir (TÍ)

10. Logi Pedro Stefánsson (FTT)

11. Magnús J. Ragnarsson (utan félaga)

12. Óttarr Ólafur Proppé (utan félaga)

13. Páll Ragnar Pálsson (TÍ)

14. Pétur S. Jónsson (FTT)

15. Ragna Kjartansdóttir (utan félaga)

16. Samúel J. Samúelsson (FTT)

17. Sigríður Thorlacius (utan félaga)

18. Sigurður Flosason (FTT)

19. Snorri Helgason (FTT)

20. Þórunn Gréta Sigurðardóttir (TÍ)

21. Þuríður Jónsdóttir (TÍ)

Skoðunarmenn reikninga

Kjörnir á aðafundi 2020:

Eyjólfur Kristjánsson (FTT)

Tryggvi M. Baldvinsson (TÍ)

Til vara

Ingi Gunnar Jóhannsson (FTT)

Finnur Torfi Stefánsson (TÍ)

Samþykktir STEFs
Rammi fulltrúaráðs um tiltekin störf stjórnar
Áhættustefna STEFs

Heiðursmerki STEFs

Eftirtaldir aðilar hafa hlotið heiðursmerki STEFs:

 • Luciano Pavarotti (1980)
 • Rut Ingólfsdóttir (1991)
 • Paul Zukovsky (1991)
 • Haukur Morthens (1992)
 • Þorgerður Ingólfsdóttir (1992)
 • Jón Nordal (2008)
 • Jón Þórarinsson (2008)
 • Björgvin Halldórsson (2011)
 • Magnús Kjartansson (2011)
 • Valgeir Guðjónsson (2012)
 • Ragnar Bjarnason (2014)
 • Gunnar Þórðarson (2015)
 • Guðný Guðmundsdóttir (2015)
 • Magnús Þór Jónsson (2015)
 • Magnús Eiríksson (2015)
 • Áskell Másson (2016)
 • Þórhallur Sigurðsson (2017)
 • Ingibjörg Þorbergs (2017)
 • Atli Heimir Sveinsson (2018)
 • Magnús Þór Sigmundsson (2018)
 • Jóhann Helgason (2019)
 • Jakob Frímann Magnússon (2020)
 • Þórir Baldursson (2020)

Langspilið – Verðlaun STEFs

Árlega hlýtur höfundur, sem að mati stjórnar er talinn hafa skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri á nýliðnu ári, sérstök verðlaun STEFs, Langspilið. Verðlaunagripurinn er sérsmíðaðaður hverju sinni af hagleiksmanninum Jóni Sigurðssyni á Þingeyri.

Aðildarfélög STEFs

Aðildarfélög STEFs eru Tónskáldafélag Íslands, og Félag tónskálda og textahöfunda, FTT. Skilyrði aðildar að samtökunum eru þau að allir félagsmenn í hlutaðeigandi félagi hafi veitt STEFi beint einkaumboð til gæslu höfundaréttinda sinna yfir tónverkum, svo og til gæslu tengdra réttinda. Skulu ákvæði þar að lútandi vera í samþykktum félaganna og stjórnir þeirra sjá um að þeim sé framfylgt.

Systursamtök STEFs

CISAC

CISAC er skammstöfun fyrir Confédération Internationale des Sociétés d’Auteurs et Compositeurs sem útleggst: Alþjóðasamband höfundaréttarfélaga. Í samtökum þessum eru félög sem eiga beina aðild að sambandinu svo og önnur félög með óbeina aðild, svo sem rithöfunda- og þýðendafélög. Beina aðild eiga öll höfundaréttarsamtökin, sem einnig eru nefnd systursamtök.

GESAC

GESAC er skammstöfun fyrir Groupement Européen des Sociétés d’Auteurs et Compositeurs. Samtökin eru Evrópusamband allra höfundaréttarfélaga og eiga þau óbeina aðild að CISAC.

SYSTURSAMTÖK STEFs:

ABRAMUS Brasilía abramus@abramus.org
ABYROY Kasakstan info_abyroi@mail.ru
ACAM Kosta Ríka info@acam.cr
ACUM Ísrael helenaa@acum.org.il
ACDAM Kúba acdam@acdam.org
AMUS Bosnía/Herzegovína strucnasluzba@amus.ba
APDAYC Perú apdayc@apdayc.org.pe
AKKA/LAA Lettland info@akka-laa.lv
AKM Austurríki direktion@akm.at
ALBAUTOR Albanía mkorriku@albautor.net
AMRA Bandaríkin info@amra.com
APRA-AMCOS Ástralía apra@apra.com
ARMAUTHOR Armenía international@armauthor.am
ARTISJUS Ungverjaland kommunikacio@artisjus.com
ASCAP Bandaríkin ascap@ascap.com
AUTODIA Grikkland iantoniou@autodia.gr
BMI Bandaríkin newyork@bmi.com
BUMA Holland info@buma.nl
CASH Hong kong general@cash.org.hk
COMPASS Singapore melvintan@compass.org.sg
EAU Eistland eau@eau.org
GEMA Þýskaland gema@gema.de
GCA Georgía khgogishvili@gca.ge
HDS-ZAMP Króatía zamp@hds.hr
IMRO Írland info@imro.ie
IPRS Indland Sheetal <sheetal@iprsltd.com>
JASRAC Japan intl@pop02.jasrac.or.jp
KODA Danmörk info@koda.dk
LATGA-A Litháen latga@latga.lt
MACA Macau info@maca.org.mo
MACP Malasía general@macp.com.my
MCSC Kína qujm@mcsc.com.cn
MCT Thailand mct@mct.in.th
MESAM Tyrkland mesam@mesam.org.tr
MSG Tyrkland msg@msg.org.tr
MUSICAUTOR Búlgaría veneta_grueva@musicautor.org
OSA Tékkland vp@osa.cz
PAM Svartfjallaland office@pam.org.me
PRS Bretland info@prs.co.uk
RAO Rússland zeta@moscow.portal.ru
SABAM Belgía contact@sabam.be
SACM Mexíkó sacm@sacm.org.mx
SACEM Frakkland distribution.queries@sacem.fr
SADIAC Argentína LFraticelli@sadaic.org.ar
SAZAS Slóvenía Jera.Rakovec@sazas.org
SAYCO Kólumbía sayco@sayco.org
SCD Chile info@scd.cl
SECTP Portúgal geral@spautores.pt
SESAC Bandaríkin international@sesac.com
SGAE Spánn info@sgae.es
SOCOM-ZAMP Macedonía sokom@sokom.mk
SIAE Ítalía info.autorieditori@siae.it
SOCAN Kanada info@socan.ca
SOZA Slóvakía ekonomicke@soza.sk
SPA Portúgal geral@spautores.pt
STIM Svíþjóð info@stim.se
SUISA Sviss og Lichtenstein suisa@suisa.ch
TEOSTO Finnland teosto@teosto.fi
TONO Noregur tono@tono.no
UBC Brasilía  
UACRR Úkraína info@uacrr.gov.ua
UCMR-ADA Rúmenía ada@ucmr-ada.ro
VCPMC Víetnam international@vcpmc.org
ZAIKZ Pólland zaiks@zaiks.org.pl
Stuttmyndin "Stef um STEF" – Um höfundarétt og áhrif tónlistar

Í tilefni 50 ára afmælis STEFs árið 1998 stóðu samtökin fyrir gerð kynningarmyndar til að varpa ljósi mikilvægi tónlistar og höfundaréttar.

 

Sögulegt yfirlit

STEF var stofnað þann 31. janúar 1948 að frumkvæði tónskáldsins Jóns Leifs. Stofnfundur samtakanna var jafnframt aðalfundur Tónskáldafélags Íslands og voru þar mættir Jón Leifs, Páll Ísólfsson, Dr. Hallgrímur Helgason, Helgi Pálsson, Sigurður Þórðarson, Árni Thorsteinsson, Jón Nordal, Karl O. Runólfsson, Jón Þórarinsson og Björgvin Guðmundsson. Nafngiftin mun hafa komið frá Dr. Hallgrími, en samtökin hétu lengst af fullu nafni „Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar“ – og var STEF skammstöfun þess. Árið 2018 var hið langa heiti hins vegar fellt niður og heita samtökin eftir það einfaldlega bara STEF. Kjörnir aðalmenn í stjórn á stofnfundi voru Jón Leifs, Hallgrímur Helgason og Helgi Pálsson. Til vara þeir Páll Ísólfsson, Jón Þórarinsson og Karl Runólfsson.

STEF eru höfundaréttarsamtök sem hafa frá upphafi haft það að markmiði að gæta hagsmuna innlendra og erlendra tónskálda, textahöfunda og annarra tengdra rétthafa á sviði höfundaréttar.

Í öllum Evrópuríkjum og flestum öðrum ríkjum heims hafa höfundaréttarsamtök á borð við STEF einkarétt til að gera samninga um opinberan flutning á tónverkum og tilheyrandi textum. Fyrirsvarsmenn STEFs hafa alla tíð verið meðvitaðir um þessa stöðu samtakanna og gætt þess að misnota hana ekki gagnvart viðsemjendum sínum. Hefur STEF aðeins í algjörum undantekningartilvikum lagt bann við flutningi tónlistar, þ.e. þegar um ítrekuð og veruleg vanskil hefur verið að ræða af hálfu þeirra aðila sem henni dreifa.

Minningarkort

STEF heldur utan um Minningarsjóð um látin íslensk tónskáld.  Gefin eru út minningarkort á vegum sjóðsins og sér STEF um að senda minningarkortin til aðstandenda þess sem er minnst. Hlýlegt er að senda vinum og vandamönnum minningarkort til að minnast látins ástvinar og það fé sem þannig aflast rennur í Minningarsjóðinn.  Hægt er að hringja á skrifstofu STEFs til að panta minningarkort eða ýta á hnappinn hér að neðan.  Passa þarf að allar upplýsingar séu rétt fylltar út. Athuga ber að það eru upplýsingar um þrjá einstaklinga semþurfa að koma fram.

 1. Hvers er verið að minnast – fullt nafn.
 2. Hver er viðtakandi – fullt nafn og heimilisfang.
 3. Hver er sendandi – Fullt nafn, heimilisfang, kennitala, tölvu-póstfang ásamt upphæð.
  minningakort

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

15 + 4 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00