Um STEF

STEF eru hagsmunasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi.

Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar

STEF innheimtir gjöld fyrir notkun tónlistar sem flutt er opinberlega, fyrir hönd tónhöfunda. Viðskiptavinir STEFs eru t.d. útvarps- og sjónvarpsstöðvar, tónleikahaldarar, verslanir, veitingastaðir, hárgreiðslustofur og heilsuræktarstöðvar, sem og tónlistarveitur eins og Spotify og YouTube.

STEF hefur sérstaka viðurkenningu menningar- og viðskiptaráðuneytis til að innheimta fyrir alla tónhöfunda og lýtur eftirliti ráðuneytisins skv. lögum um sameiginlega umsýslu höfundaréttar nr. 88/2019.

STEF úthlutar því sem innheimt er til hlutaðeigandi rétthafa, innlendra sem erlendra. Úthlutun fer fram á grundvelli upplýsinga um hvaða verk hafa verið flutt, t.d. í útvarpi, og styðst við skráningu verka í gagnagrunnum, eftir því sem hægt er.

Í STEF voru skráðir um 9.000 rétthafar um áramót 2021/2022 og geymir gagnagrunnur STEFs um 100.000 verk.

STEFi er stýrt af fulltrúaráði og stjórn samtakanna. Almennir rétthafar kjósa fulltrúaráð á tveggja ára fresti og er það skipað 21 fulltrúa. Stjórn er skipuð sjö aðilum úr fulltrúaráði og er einnig kjörin á tveggja ára fresti.

Nánar má fræðast um tilgang og viðfangsefni STEFs í samþykktum samtakanna.

STEF eru höfundaréttarsamtök sem hafa frá upphafi haft það að markmiði að gæta hagsmuna innlendra og erlendra tónskálda, textahöfunda og annarra tengdra rétthafa á sviði höfundaréttar.

STEF eru höfundaréttarsamtök sem hafa frá upphafi haft það að markmiði að gæta hagsmuna innlendra og erlendra tónskálda, textahöfunda og annarra tengdra rétthafa á sviði höfundaréttar.

Í öllum Evrópuríkjum og flestum öðrum ríkjum heims hafa höfundaréttarsamtök á borð við STEF einkarétt til að gera samninga um opinberan flutning á tónverkum og tilheyrandi textum.

Fyrirsvarsmenn STEFs hafa alla tíð verið meðvitaðir um þessa stöðu samtakanna og gætt þess að misnota hana ekki gagnvart viðsemjendum sínum. Hefur STEF aðeins í algjörum undantekningartilvikum lagt bann við flutningi tónlistar, þ.e. þegar um ítrekuð og veruleg vanskil hefur verið að ræða af hálfu þeirra aðila sem henni dreifa.

Menningarsjóður STEFs

STEF styrkir innlenda menningarstarfsemi á ýmsan hátt í gegnum Menningarsjóð STEFs. Ekki er þó hægt að sækja um styrki í þennan sjóð, heldur styrkir hann föst verkefni samkvæmt ákvörðun stjórnar STEFs hverju sinni.

Framlög úr sjóðnum renna m.a. til rekstrar FTT (Félags tónskálda og textahöfunda) og TÍ (Tónskáldafélags Íslands), en einnig að hluta til reksturs „Samtóns“, sem eru sameiginleg hagsmunasamtök höfunda, flytjenda og framleiðenda, ÚTÓN (Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar) og ÍTV (Íslensku tónlistarverðlaunanna). Auk þess styður sjóðurinn við námskeiða- og viðburðahald fyrir meðlimi STEFs.

Stef um STEF

Stuttmyndin "Stef um STEF" – Um höfundarétt og áhrif tónlistar

Í tilefni 50 ára afmælis STEFs árið 1998 stóðu samtökin fyrir gerð kynningarmyndar til að varpa ljósi mikilvægi tónlistar og höfundaréttar.

Aðildarfélög STEFs

Aðildarfélög STEFs eru Tónskáldafélag Íslands,  og Félag tónskálda og textahöfunda, FTT. Skilyrði aðildar að samtökunum eru þau að allir félagsmenn í hlutaðeigandi félagi hafi veitt STEFi beint einkaumboð til gæslu höfundaréttinda sinna yfir tónverkum, svo og til gæslu tengdra réttinda. Skulu ákvæði þar að lútandi vera í samþykktum félaganna og stjórnir þeirra sjá um að þeim sé framfylgt.

Systursamtök STEFs

SamtökLand
1
ABRAMUSBrasilía
2
ACAMKosta Ríka
3
ACUMÍsrael
4
ACDAMKúba
5
AMUSBosnía-Herzegovína
6
ANCOMoldóva
7
APDAYCPerú
8
AKKA/LAALettland
9
AKMAusturríki
10
ALBAUTORAlbanía
11
AMRABandaríkin
12
APRAÁstralía & Nýja Sjáland
13
ARMAUTHORArmenía
14
ARTISJUSUngverjaland
15
ASCAPBandaríkin
16
AUTODIAGrikkland
17
BMIBandaríkin
18
BUMAHolland
19
CASHHong Kong
20
COMPASSSingapore
21
EAUEistland
22
GEMAÞýskaland
23
GCAGeorgía
24
HDS-ZAMPKróatía
25
IMROÍrland
26
IPRSIndland
27
JASRACJapan
28
KazAKKasaktstan
29
KODADanmörk
30
LATGA-ALitháen
31
MACAMacau
32
MACPMalasía
33
MCSCKína
34
MCTThailand, Kambodía & Myanmar
35
MESAMTyrkland
36
MUSICAUTORBúlgaría
37
MUSTTaiwan
38
OSATékkland
39
PAMSvartfjallaland
40
PRSBretland
41
RAORússland
42
SABAMBelgía
43
SACMMexíkó
44
SACEMFrakkland
45
SADIACArgentína
46
SAMROSuður Afríka
47
SAZASSlóvenía
48
SAYCOKólumbía
49
SCDChile
50
SESACBandaríkin
51
SGAESpánn
52
SIAEÍtalía
53
SOCANKanada
54
SOZASlóvakía
55
SPAPortúgal
56
STIMSvíþjóð
57
SUISASviss & Lichtenstein
58
TEOSTOFinnland
59
TONONoregur
60
UBCBrasilía
61
UACRRÚkraína
62
UCMR-ADARúmenía
63
VCPMCVíetnam
64
WAMIIndónesía
65
ZAIKZPólland
66
ZAMPN-Makedónía

CISAC er skammstöfun fyrir Confédération Internationale des Sociétés d’Auteurs et Compositeurs sem útleggst: Alþjóðasamband höfundaréttarfélaga. Í samtökum þessum eru félög sem eiga beina aðild að sambandinu svo og önnur félög með óbeina aðild, svo sem rithöfunda- og þýðendafélög. Beina aðild eiga öll höfundaréttarsamtökin, sem einnig eru nefnd systursamtök.

GESAC er skammstöfun fyrir Groupement Européen des Sociétés d’Auteurs et Compositeurs. Samtökin eru Evrópusamband allra höfundaréttarfélaga og eiga þau óbeina aðild að CISAC.

Stefna STEFs gegn mútum og spillingu

Það er stefna STEFs að haga öllum viðskiptum sínum á heiðarlegan og siðferðislegan hátt. Stjórn og starfsfólki STEFs er alfarið óheimilt að múta eða taka við mútum. Á það einnig við í gegnum aðra aðila.

Stjórn STEFs hefur mótað sér stefnu í þessum málum, sem má kynna sér með því að smella hér.

Scroll to Top