Tónlist er mikils virði!
Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar. Fyrir hönd rétthafa innheimtir STEF gjöld fyrir notkun tónlistar sem flutt er opinberlega.
  Skrifstofa STEFs er opin virka daga kl. 10-12 og kl. 13-15.
Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar. Fyrir hönd rétthafa innheimtir STEF gjöld fyrir notkun tónlistar sem flutt er opinberlega. Viðskiptavinir STEFs eru t.d. útvarps- og sjónvarpsstöðvar, tónleikahaldarar, verslanir, veitingastaðir, hárgreiðslustofur og heilsuræktarstöðvar, sem og tónlistarveitur eins og Spotify, YouTube o.fl.
  Skrifstofa STEFs er opin virka daga kl. 10-12 og kl. 13-15.
ATH: Skrifstofa STEFs verður lokuð dagana 12. og 15. maí, vegna starfsmannaferðar.
Opnum aftur 16. maí.
Höfundar ♫♪
STEF annast innheimtu höfundaréttargjalda og úthlutar þeim til rétthafa. Aðild að STEFi er ókeypis, sem og sú þjónusta sem starfsfólk samtakanna veitir einstökum rétthöfum.
Viðskiptavinir ♫♪
Greiða ber fyrir opinberan flutning á tónlist. Nær undantekningarlaust er um opinberan flutning að ræða, sé ekki verið að leika tónlist innan fjögurra veggja heimilisins.
Úthlutanir ♫♪
Tekjum þeim sem STEF innheimtir fyrir opinberan flutning (að frádregnum rekstrarkostnaði) er úthlutað til rétthafa tólf sinnum á ári.
Nýjustu fréttir & tilkynningar
- júní, 2023
- maí, 2023
- maí, 2023
- maí, 2023
- maí, 2023
Tilkynna & skrá
Til þess að STEF geti úthlutað fyrir opinberan flutning eða eintakagerð verka/laga verður STEF að hafa upplýsingar um verkið frá þeim sem það hefur samið. Höfundar verða því að skrá verk sín hjá STEFi. Gætið að því að skráning verks telst ekki fullgild nema ljóst sé að allir þeir höfundar sem eiga hlutdeild hafi samþykkt skráninguna.
Skráning verka fer fram í gegnum „Mínar síður“, en til að fá aðgang þurfa höfundar að vera meðlimir í STEFi. Það sama gildir um flutning á tónleikum; til að fá greitt fyrir slíkan flutning þarf að tilkynna um flutninginn og gera grein fyrir því hvaða verk voru flutt á viðkomandi tónleikum. Slíkar tilkynningar senda höfundar einnig inn í gegnum „Mínar síður“.
Pálmi Ragnar Ásgeirsson hlaut Langspilið 2023
Langspilið – Verðlaun STEFs
Árlega hlýtur höfundur, sem að mati stjórnar er talinn hafa skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri á nýliðnu ári, sérstök verðlaun STEFs, Langspilið.
Verðlaunagripurinn er sérsmíðaðaður hverju sinni af hagleiksmanninum Jóni Sigurðssyni á Þingeyri.