Tónlist er mikils virði!

Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar. Fyrir hönd rétthafa innheimtir STEF gjöld fyrir notkun tónlistar sem flutt er opinberlega.

  Skrifstofa STEFs er opin virka daga kl. 10-12 og kl. 13-15.

Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar. Fyrir hönd rétthafa innheimtir STEF gjöld fyrir notkun tónlistar sem flutt er opinberlega. Viðskiptavinir STEFs eru t.d. útvarps- og sjónvarpsstöðvar, tónleikahaldarar, verslanir, veitingastaðir, hárgreiðslustofur og heilsuræktarstöðvar, sem og tónlistarveitur eins og Spotify, YouTube o.fl.

  Skrifstofa STEFs er opin virka daga kl. 10-12 og kl. 13-15.

ATH: Skrifstofa STEFs er lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 6. ágúst. Gleðilegt sumar ☀

Höfundar ♫♪

STEF annast innheimtu höfundaréttargjalda og úthlutar þeim til rétthafa. Aðild að STEFi er ókeypis, sem og sú þjónusta sem starfsfólk samtakanna veitir einstökum rétthöfum.

Hvernig virkar STEF?

Viðskiptavinir ♫♪

Greiða ber fyrir opinberan flutning á tónlist. Nær undantekningarlaust er um opinberan flutning að ræða, sé ekki verið að leika tónlist innan fjögurra veggja heimilisins.

Nýjustu fréttir & tilkynningar

Thjonustukonnun2024-Mynd-Frett-Web
Helstu niðurstöður þjónustukönnunar
Á dögunum stóð STEF fyrir þjónustukönnun, sem við gerum að jafnaði á tveggja ára fresti. Þátttaka...
Arni-Frett-STEF-Web
Árni nýr sölu- og innheimtustjóri
Við kynnum nýjasta starfsmann STEFs, Árna Sigurgeirsson, sem á dögunum tók við stöðu sölu-...
BokaFund-Web-Frett
Bókaðu fund með starfsmanni
Nú geta meðlimir STEFs bókað fundi með starfsfólki STEFs til að fá ráðgjöf eða fræðslu um eitt...

Tilkynna & skrá

Til þess að STEF geti úthlutað verða að liggja fyrir upplýsingar um viðkomandi verk frá þeim sem það hafa samið. Höfundar verða því að skrá verk sín hjá STEFi. Gætið að því að skráning verks telst ekki fullgild nema ljóst sé að allir þeir höfundar sem eiga hlutdeild hafi samþykkt skráninguna.

Skráning verka fer fram í gegnum „Mínar síður“, en til að fá aðgang þurfa höfundar að vera meðlimir í STEFi. Það sama gildir um flutning á tónleikum; til að fá greitt fyrir slíkan flutning þarf að tilkynna um flutninginn og gera grein fyrir því hvaða verk voru flutt.

Friðrik Karlsson hlaut Langspilið 2024

Langspilið – Verðlaun STEFs

Árlega hlýtur höfundur, sem að mati stjórnar er talinn hafa skarað fram úr og náð eftirtektarverðum árangri á nýliðnu ári, sérstök verðlaun STEFs, Langspilið.

Verðlaunagripurinn er sérsmíðaðaður hverju sinni af hagleiksmanninum Jóni Sigurðssyni á Þingeyri.

Eftirtaldir hafa hlotið Langspilið:

2023
Pálmi Ragnar Ásgeirsson

2022
Margrét Rán Magnúsdóttir

2021
Daði Freyr Pétursson

2020
Anna Þorvaldsdóttir

2019
Júníus Meyvant

2018
Hildur Guðnadóttir

2017
Barði Jóhannsson

2016
Ásgeir Trausti Einarsson

2015
Ólafur Arnalds

Scroll to Top