(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is

Upptökusjóður

Markmið Upptökusjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka, þ.e. tónlistar með eða án texta, á hljómplötum, hljómdiskum og öðrum hljóðritum sem og á mynddiskum og öðrum myndritum, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Gert er ráð fyrir tilteknu fjármagni til úthlutunar í svokallaða “nýliðastyrki”.

Upptökusjóður STEFs úthlutar styrkjum tvisvar á ári, vor og haust skv. reglum um sjóðinn. Umsóknarfrestur að vori er 10. apríl og að hausti 10. september.

Meðlimir STEFs ganga  frá umsóknum í gegnum Mínar síður.
Smellið þar á flipann „Umsóknir“, neðst vinstra megin á forsíðunni.

Umsækjendum sem ekki eru meðlimir, er bent á að notast við þetta eyðublað.

— — — — — — — — — 

Reglur fyrir Upptökusjóð og Nótnasjóð

Verklagsreglur stjórnar Upptökusjóðs

Upplýsingar um styrkþega

Nótnasjóður

Markmið Nótnasjóðs er að styrkja útgáfu íslenskra tónverka,  á nótum, með eða án texta á föstu og/eða stafrænu formi, svo og að styrkja sambærileg verkefni sem samrýmast fyrrgreindu meginmarkmiði að mati sjóðsstjórnar. Gert er ráð fyrir tilteknu fjármagni til úthlutunar í svokallaða “nýliðastyrki”.
Tekjur sjóðsins eru þær tekjur, sem STEF fær úthlutaðar frá FJÖLÍS, svo og fjármagnstekjur af fjármunum sjóðsins á hverjum tíma.

 Nótnasjóður STEFs úthlutar styrkjum tvisvar á ári, vor og haust skv. reglum um sjóðinn. Umsóknarfrestur að vori er 10. apríl og að hausti 10. september.

 Meðlimir STEFs ganga frá umsóknum í gegnum Mínar síður.
Smellið þar á flipann „Umsóknir“, neðst vinstra megin á forsíðunni.
 

Umsækjendum sem ekki eru meðlimir, er bent á að notast við þetta eyðublað.

— — — — — — — — — 

Reglur fyrir Upptökusjóð og Nótnasjóð

Verklagsreglur stjórnar Nótnasjóðs

Upplýsingar um styrkþega

Tónskáldasjóður RÚV & STEFs

Þann 3. apríl 2017 var undirrituð stofnskrá nýs sjóðs, Tónskáldasjóðs RÚV & STEFs. Hinn nýi sjóður leysir tvo eldri sjóði af hólmi, Tónskáldasjóð RÚV sem verið hefur í vörslu Ríkisútvarpsins og Tónskáldasjóð Rásar 2 sem verið hefur í vörslu STEFs. Markmið sjóðsins er að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar, m.a. með því að veita fjárstuðning til höfunda fyrir tónsmíði og heildstæð verk. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlagi frá RÚV og með hluta af þeim greiðslum sem RÚV greiðir í höfundarréttargjöld en RÚV er stærsti greiðandi þeirra gjalda hérlendis. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn styrki u.þ.b. 45 verkefni á ári og að úthlutað verði u.þ.b. 25 m.kr. árlega. Við úthlutun hljóta metnaðarfull og yfirgripsmikil verkefni forgang. Einnig er tilgangur sjóðsins að veita fjárstuðning við nýsköpun verka til flutnings í miðlum RÚV.

Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar, útvarpsstjóri sem er fulltrúi RÚV, auk aðila úr Félagi tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélagi Íslands. STEF tilnefnir seinni stjórnarmeðlimina tvo. Úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Sótt er um styrki í gegnum umsóknargátt á vef RÚV.

Sjá stofnskrá

Ferðasjóður

Ferðasjóður STEFs var stofnaður við sölu íbúðar sem STEF átti í London. Markmið sjóðsins er að veita ferðastyrki til tónskálda, textahöfunda og annarra rétthafa svo og til starfsfólks samtakanna til að kynna sér starfsemi erlendra höfundaréttarsamtaka. Styrkir eru veittir skv. umsóknum þar sem m.a. þarf að gera grein fyrir tilefni ferðar. Hámarksstyrkur er 120.000 kr. og við ákvörðun styrkfjárhæðar er tekið tilliti til réttindamagns og höfundagreiðslna hlutaðeigandi rétthafa. Geta rétthafar aðeins sótt um styrk úr sjóðnum einu sinni á ári.

Hér má sjá verklagsreglur Ferðasjóðs

Upplýsingar um styrkþega

Tónskáldasjóður Bylgjunnar & Stöðvar 2

STEF og Sýn reka saman Tónskáldasjóð Bylgjunnar & Stöðvar 2. Honum er ætlað að stuðla að aukinni sköpun nýrrar íslenskrar tónlistar og efla íslenska menningu og dagskrárgerð, m.a. á miðlum Sýnar. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn í júní ár hvert og gert er ráð fyrir að úthlutað sé í ágústmánuði.

Hér eru samþykktir fyrir sjóðinn

Umsóknir með lýsingu á fyrirhuguðum verkefnum berist fyrir 1. júlí ár hvert og stílist á:
Tónskáldasjóð Bylgjunnar og Stöðvar 2
Laufásvegur 40
101 Reykjavík

Umsóknum má einnig skila inn rafrænt á jon@ftt.is

Upplýsingar um styrkþega

Tónlistarsjóður kirkjunnar & STEFs

Tónlistarsjóður kirkjunnar er samstarfsverkefni STEFs og Þjóðkirkjunnar og starfar skv. stofnskrá hans, sem samþykkt var 2. apríl 2022. Þar segir orðrétt, að „markmið sjóðsins [sé] að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist. Í því skyni styrkir sjóðurinn frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar, útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins. Þá er heimilt að veita styrki úr sjóðnum í viðurkenningarskyni fyrir störf á sviði kirkjutónlistar.“ Ekki er sérstakt eyðublað fyrir umsóknir, en óskað er eftir greinargóðri lýsingu á verkefninu ásamt kostnaðaráætlun. Sýnishorn eða brot af verkum sem um ræðir mega gjarnan fylgja með umsóknum.

Umsóknir skulu sendast á netfangið tonlistarsjodur@kirkjan.is.

Upplýsingar um styrkþega

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

3 + 4 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00