Sögulegt yfirlit

Sögulegt yfirlit

STEF var stofnað þann 31. janúar 1948 að frumkvæði tónskáldsins Jóns Leifs. Stofnfundur samtakanna var jafnframt aðalfundur Tónskáldafélags Íslands og voru þar mættir Jón Leifs, Páll Ísólfsson, Dr. Hallgrímur Helgason, Helgi Pálsson, Sigurður Þórðarson, Árni Thorsteinsson, Jón Nordal, Karl O. Runólfsson, Jón Þórarinsson og Björgvin Guðmundsson. Nafngiftin mun hafa komið frá Dr. Hallgrími, en samtökin hétu lengst af fullu nafni „Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar“ – og var STEF skammstöfun þess. Árið 2018 var hið langa heiti hins vegar fellt niður og heita samtökin eftir það einfaldlega bara STEF. Kjörnir aðalmenn í stjórn á stofnfundi voru Jón Leifs, Hallgrímur Helgason og Helgi Pálsson. Til vara þeir Páll Ísólfsson, Jón Þórarinsson og Karl Runólfsson.

STEF eru höfundaréttarsamtök sem hafa frá upphafi haft það að markmiði að gæta hagsmuna innlendra og erlendra tónskálda, textahöfunda og annarra tengdra rétthafa á sviði höfundaréttar.

Í öllum Evrópuríkjum og flestum öðrum ríkjum heims hafa höfundaréttarsamtök á borð við STEF einkarétt til að gera samninga um opinberan flutning á tónverkum og tilheyrandi textum. Fyrirsvarsmenn STEFs hafa alla tíð verið meðvitaðir um þessa stöðu samtakanna og gætt þess að misnota hana ekki gagnvart viðsemjendum sínum. Hefur STEF aðeins í algjörum undantekningartilvikum lagt bann við flutningi tónlistar, þ.e. þegar um ítrekuð og veruleg vanskil hefur verið að ræða af hálfu þeirra aðila sem henni dreifa.

Formenn STEFs í gegnum tíðina

Oddivtar aðildarfélaganna (TÍ og FTT) hafa reglulega skipt með sér formannsembættinu, skipuðu það stundum aðeins ár í senn.
Smám saman þróuðust mál þannig að skipt var á tveggja ára fresti, samhliða kosningum til fulltrúaráðs.

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson
Formaður fyrst 1950

Skúli Halldórsson
Formaður fyrst 1968

Magnús Eiríksson
Formaður fyrst 1986

Atli Heimir Sveinsson
Formaður 1989

Atli Heimir Sveinsson
Formaður fyrst 1989

Valgeir Guðjónsson
Formaður 1990-1991

Magnús Kjartansson
Formaður fyrst 1992

Kjartan Ólafsson
Formaður fyrst 1994

Jakob Frímann Magnússon
Formaður fyrst 2008

Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Formaður 2018-2020

Scroll to Top