STEF - Sögulegt yfirlit

Sögulegt yfirlit

STEF var stofnað þann 31. janúar 1948 að frumkvæði tónskáldsins Jóns Leifs. Stofnfundur samtakanna var jafnframt aðalfundur Tónskáldafélags Íslands (TÍ) og voru þar mættir Jón Leifs, Páll Ísólfsson, Dr. Hallgrímur Helgason, Helgi Pálsson, Sigurður Þórðarson, Árni Thorsteinsson, Jón Nordal, Karl O. Runólfsson, Jón Þórarinsson og Björgvin Guðmundsson.

Nafngiftin mun hafa komið frá Dr. Hallgrími, fullt heiti var „Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar“ – og var STEF skammstöfun þess. Kjörnir stjórnarmenn á stofnfundi voru Jón Leifs, Hallgrímur Helgason og Helgi Pálsson. Til vara þeir Páll Ísólfsson, Jón Þórarinsson og Karl Runólfsson.

Árið 1983 stofnuðu tónskáld, sem helst höfðu fengist við alþýðu- eða popptónlist, Félag tónskálda og textahöfunda (FTT). Öðluðust þau fljótlega aðild að STEFi ásamt TÍ og var samþykktum breytt þannig að félögin tvö hefðu jafnan rétt til stjórnarframboðs og setu í stjórn.

Árið 2018 var hið langa heiti hins vegar fellt niður og heita samtökin eftir það einfaldlega bara STEF.

Formenn STEFs í gegnum tíðina

Framan af var Tónskáldafélag Íslands (TÍ) eina aðildarfélag samtakanna og sáu framámenn þess jafnframt um stjórn STEFs. Fljótlega eftir stofnun Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) öðlaðist það félag formlega aðild að STEFi og upp frá því skiptu oddvitar félaganna tveggja reglulega með sér stjórnarformannsembættinu. Smám saman þróuðust mál þannig að skipt var á tveggja ára fresti, samhliða kosningum til fulltrúaráðs.

Jón Leifs
1948-50, 1952-68

Jón Þórarinsson
1950-52

Skúli Halldórsson
1968-86, 1987-88

Magnús Eiríksson
1986-87, 1988-89

Atli Heimir Sveinsson
1989

Áskell Másson
1989-90, 1991-92, 1994-96

Valgeir Guðjónsson
1990-91

Magnús Kjartansson
1992-94, 1996-98, 2000-02,
2004-06

Kjartan Ólafsson
1994-96, 1998-00, 2002-04,
2006-08, 2010-12, 2014-16

Jakob Frímann Magnússon
2008-10, 2012-14, 2016-18

Þórunn Gréta Sigurðardóttir
2018-2020

Bragi Valdimar Skúlason
2021-

Scroll to Top