(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is

TÓNLISTIN ER LÍFIÐ!

STEF vonast til að þú komir til með að nota tónlist í starfsemi þinni. Tónlistin laðar að viðskiptavini og skapar skemmtilegt andrúmsloft fyrir starfsmenn. Þess vegna getur rétta tónlistin á rétta staðnum haft áhrif á reksturinn. Með réttri tónlist skapast góð stemning og getur notkun tónlistar einnig haft áhrif á upplifun viðskiptavinarins af því að koma í verslunina eða fyrirtækið sem um ræðir.

Greiða þarf fyrir opinberan flutning á tónlist. Nær undantekningarlaust er um opinberan flutning að ræða sé ekki verið að leika tónlist innan fjögurra veggja heimilisins. Í skilningi höfundalaga eru staðir, sem viðskiptavinir hafa aðgang að, opinberir staðir, þar með taldar verslanir, hárgreiðslustofur, rakarastofur, heilsuræktarstöðvar, sólbaðsstofur o.s.frv.

> Hér er nánari fróðleikur um lagagrundvöll leyfisgjalda STEFs.

Þeir fjármunir sem þú reiðir af hendi sem viðskiptavinur skila sér til þeirra sem hafa búið til tónlistina og textann, bæði erlendra og innlendra höfunda. Með greiðslu tryggir þú höfundum tónlistar og texta sanngjarna þóknun fyrir afnot af tónlist þeirra og stuðlar þannig að því að frekari nýsköpun. STEF leitast eftir megni að tryggja eins réttláta skiptingu á hinu innheimta fé og hægt er, þannig að höfundar fái greitt í samræmi við hversu oft tónlist þeirra er leikin. Því tekur STEF við tónflutningsskýrslum frá útvarpsstöðvum sem halda skrá yfir tónlistina sem þær senda út. Einnig er fylgst með flutningi tónlistar á tónleikum, í kvikmyndahúsum, leikhúsum og víðar.

Á grundvelli samstarfssamnings við SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðanda) fer hluti greiðslu viðskiptavina áfram til flytjenda og útgefenda tónlistar.

Greiðslur vegna notkun tónlistar í atvinnurekstri eru frádráttarbær kostnaður eins og annar rekstrarkostnaður fyrirtækja og er greiðslurnar undanþegnar virðisaukaskatti skv. nýgildandi lögum.

Viðskiptavinir – Verðskrár & upplýsingar

SFH

Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH), var stofnað á árinu 1973. Aðildarfélög eru þessi: Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Félag íslenskra tónlistarmanna, Félag íslenskra leikara, Samband íslenskra karlakóra, Samband blandaðra kóra, Samband íslenskra lúðrasveita og Samband hljómplötuframleiðenda. Félagið er löggilt af menntamálaráðuneytinu.

Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og hljómplötuframleiðenda til heimtu gjalda af markaðshljóðritum (plötum, segulböndum, o.s.frv.) skv. 47 grein höfundalaga.

Helstu greiðendur eru: Útvarpsstöðvar, veitingahús, verslanir, vinnustaðir og aðrir aðilar sem nota hljóðrit til tónflutnings. Um innheimtu SFH-gjalda sér sambandið sjálft að hluta, að hluta til STEF.

Innheimtuhlutfall STEFs fyrir SFH er nú 60% af STEF-gjaldinu.

Ísland hefur fullgilt svokallaðan Rómarsáttmála til verndar listflytjendum og hljómplötuframleiðendum og gætir sambandið því ekki aðeins hagsmuna íslenskra rétthafa, heldur einnig erlendra.

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

12 + 11 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00