Viðskiptavinir

Tónlistin auðgar lífið og eykur viðskiptin!

STEF vonast til að þú komir til með að nota tónlist í starfsemi þinni.

Tónlistin laðar að viðskiptavini og skapar skemmtilegt andrúmsloft fyrir starfsmenn. Þess vegna getur rétta tónlistin á rétta staðnum haft áhrif á reksturinn. Með réttri tónlist skapast góð stemning og getur notkun tónlistar einnig haft áhrif á upplifun viðskiptavinarins af því að koma í verslunina eða fyrirtækið sem um ræðir.

Greiða þarf fyrir opinberan flutning á tónlist. Nær undantekningarlaust er um opinberan flutning að ræða sé ekki verið að leika tónlist innan fjögurra veggja heimilisins. Í skilningi höfundalaga eru staðir, sem viðskiptavinir hafa aðgang að, opinberir staðir, þar með taldar verslanir, hárgreiðslustofur, rakarastofur, heilsuræktarstöðvar, sólbaðsstofur o.s.frv.

Þeir fjármunir sem þú reiðir af hendi sem viðskiptavinur skila sér til þeirra sem hafa búið til tónlistina og textann, bæði erlendra og innlendra höfunda. Með greiðslu tryggir þú höfundum tónlistar og texta sanngjarna þóknun fyrir afnot af tónlist þeirra og stuðlar þannig að því að frekari nýsköpun. STEF leitast eftir megni að tryggja eins réttláta skiptingu á hinu innheimta fé og hægt er, þannig að höfundar fái greitt í samræmi við hversu oft tónlist þeirra er leikin. Því tekur STEF við tónflutningsskýrslum frá útvarpsstöðvum sem halda skrá yfir tónlistina sem þær senda út. Einnig er fylgst með flutningi tónlistar á tónleikum, í kvikmyndahúsum, leikhúsum og víðar.

Á grundvelli samstarfssamnings við SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðanda) fer hluti greiðslu viðskiptavina áfram til flytjenda og útgefenda tónlistar.

Greiðslur vegna notkun tónlistar í atvinnurekstri eru frádráttarbær kostnaður eins og annar rekstrarkostnaður fyrirtækja og er greiðslurnar undanþegnar virðisaukaskatti skv. nýgildandi lögum.

Lagagrundvöllur leyfisgjalda STEFs

Þegar tónlist er flutt opinberlega þarf leyfi viðkomandi tón- og textahöfunda. Byggist það á þeirri grundvallarreglu höfundalaga nr. 73/1972, að höfundur að verki á eignarrétt á verkinu sbr. 1. gr. og hefur hann einkarétt á að gera eintök af verki sínu og til að gera það aðgengilegt almenningi sbr. 2. gr.

Verk telst vera gert aðgengilegt almenningi þegar það er flutt opinberlega og á það við hvort sem því er miðlað um þráð eða þráðlaust, það sent út í útvarpi eða á gagnvirkan hátt. Það telst einnig vera opinber flutningur þegar verk er flutt á vinnustað fyrir stóran hóp manna, sem endranær er talinn vera lokaður hópur, svo og þegar útvarpsflutningi á tónlist er endurvarpað í rými sem er opið almenningi. (Í þessum skilningi þýðir útvarp bæði hljóðvarp og sjónvarp).

STEF veitir leyfi fyrir hönd innlendra sem og erlendra tónhöfunda vegna opinbers flutnings hér á landi á grundvelli aðildarsamninga meðlima STEFs og gagnkvæmra samninga STEFs við erlend systursamtök. Þá hefur STEF enn fremur rétt til að veita leyfi fyrir hönd annarra tónhöfunda á grundvelli viðurkenningar menningar- og viðskiptaráðuneytis (s.k. samningskvaðaleyfi).

Byggist þetta leyfiskerfi á því að það er ómögulegt fyrir einstaka höfunda að fylgjast með og innheimta hver um sig fyrir flutning verka sinna. Um leið er ómögulegt fyrir þá sem vilja flytja tónlist opinberlega að sækja um slík leyfi til hvers og eins höfundar.

Í nær öllum tilfellum, þar sem ekki er verið að leika tónlist innan veggja heimilis, er um opinberan flutning að ræða. Flutningur tónlistar í rýmum þar sem tekið er á móti viðskiptavinum telst þannig ávallt vera opinber flutningur í skilningi höfundalaga. Sem dæmi um slík rými eru verslanir, veitingastaðir, krár, klúbbar, heilsuræktarstöðvar, heilsulindir, snyrtistofur, hárgreiðslustofur, hótel og gistiheimili, biðstofur af ýmsu tagi, svo og íþróttahús, salir sem leigðir eru til skemmtanahalds og tónleikastaðir.

Fjölmargir dómar hafa gengið um opinberan flutning tónlistar á síðustu áratugum og leikur enginn vafi á þessari túlkun á höfundalögunum eða heimild STEFs til innheimtu.

Markmið STEFs er að tryggja höfundum sanngjarna þóknun fyrir afnot af tónlist þeirra og stuðla þannig að því að samin sé ný tónlist til hagsbóta fyrir þjóðfélagið allt. Þeir fjármunir sem STEF innheimtir fara því allir (að frádregnum rekstrarkostnaði samtakanna) til úthlutunar til höfunda, jafnt innlendra sem erlendra.

Það er algengur misskilningur að frjálst sé að leika tónlist án greiðslu til STEFs fyrir viðskiptavini, svo lengi sem tónlistin sem leikin er kemur úr útvarpi eða sjónvarpi. Greiðsla útvarpsstöðva til STEFs er aðeins fyrir heimild til að senda út tónlist, en leyfir viðtakanda ekki að flytja tónlistina í atvinnuskyni þar sem hún nær eyrum almennings. Um þetta er sérstaklega fjallað í greinargerð með höfundalögum, þar sem segir að þegar útvarpsflutningur á tónlist eða bókmenntaverki er gerður aðgengilegur almenningi, á þann hátt að honum er dreift með hátalara til almennings, t.d. í verslunum eða á öðrum stöðum sem aðgengilegir eru almenningi, þá er um að ræða sjálfstæðan opinberan flutning verksins.

Kynningarbæklingur

„Láttu tónlistina vinna fyrir þig“
STEF Kynningarbæklingur

Verðskrár & upplýsingar

Veitingastaðir
Veitingastaðir
Verslanir
Verslanir
Tónleikar
Tónleikar
Tónleikar - Streymi
Tónleikar - Streymi
Samkomur & viðburðir
Samkomur & viðburðir
Tónlist á netinu, hlaðvörp o.fl.
Tónlist á netinu, hlaðvörp o.fl.
Hljóðvarp & Sjónvarp
Hljóðvarp & Sjónvarp
Hárgreiðslu & Snyrtistofur
Hárgreiðslu & Snyrtistofur
Hótel & gististaðir
Tónsetning - Leyfi fyrir tónlist í kvikmyndum & sjónvarpi
Tónsetning - Leyfi fyrir tónlist í kvikmyndum & sjónvarpi
Biðtónlist á símalínum
Biðtónlist á símalínum
Sviðsverk
Sviðsverk
Íþróttastarf
Íþróttastarf
Sönghefti
Sönghefti
Dansskólar / líkamsrækt
Dansskólar / líkamsrækt
Útfarir
Útfarir
Tónlist í loftförum
Tónlist í loftförum
Hlaup
Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda

Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH) var stofnað árið 1973. Aðildarfélög eru Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Félag íslenskra tónlistarmanna, Félag íslenskra leikara, Samband íslenskra karlakóra, Samband blandaðra kóra, Samband íslenskra lúðrasveita og Samband hljómplötuframleiðenda. Félagið er löggilt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og hljómplötuframleiðenda til heimtu gjalda af markaðshljóðritum (plötum, segulböndum, af netinu, o.s.frv.) skv. 47 grein höfundalaga.

Helstu greiðendur eru: Útvarpsstöðvar, veitingahús, verslanir, vinnustaðir og aðrir aðilar sem nota hljóðrit til tónflutnings. Um innheimtu SFH-gjalda sér sambandið sjálft að hluta, en að hluta til sér STEF um hana samhliða innheimtu höfundaréttargjalda.

Innheimtuhlutfall STEFs fyrir SFH er nú 60% af STEF-gjaldinu.

Ísland hefur fullgilt svokallaðan Rómarsáttmála til verndar listflytjendum og hljómplötuframleiðendum og gætir sambandið því ekki aðeins hagsmuna íslenskra rétthafa, heldur einnig erlendra.

Scroll to Top