Hótel & gististaðir

Hótel & gististaðir

Hvort sem tónlistin er notuð til að skapa þægilegt andrúmsloft á hóteli, veitingastað, diskóteki, krá eða á stað þar sem leikin er lifandi tónlist, er hún mikilvægur þáttur í að afla stöðunum tekna.

Tónlistin laðar að

Tónlist er samin af einum eða fleiri höfundum, sem með vísan til höfundalaga geta litið á verk sín sem einkaeign, sem enginn má nota opinberlega nema að veittu leyfi.

Það er mikilvægt að fá heimild frá STEFi áður en gestum er boðið upp á tónlist. Ef tónlist er flutt án heimildar, þá er það brot á höfundalögum, sem getur haft í för með sér aukakostnað og óþægindi.

Ef gistihús eða hótel er með útvarps- eða sjónvarpstæki í gangi á stöðum sem almenningur hefur aðgang að, þá telst vera um opinberan tónflutning að ræða og sækja þarf um leyfi til þess.

Eigendur gistihúsa og hótela sem standa fyrir opinberum flutningi tónlistar í tengslum við reksturinn, eru ábyrgir og skyldugir til að afla leyfis frá STEFi. Leyfið gildir þó aðeins fyrir þær aðstæður sem gefnar eru upp um daglegan rekstur.

Þegar félög, stofnanir og aðrir aðilar halda dansleiki eða veislur í salarkynnunum, þurfa viðkomandi sömuleiðis að afla leyfis hjá STEFi og greiða til STEFs samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.



Athugið
: STEF áskilur sér rétt til að skrásetja öll þau fyrirtæki sem flytja tónlist opinberlega í starfsemi sinni. Ef rekstraraðilar svara í engu beiðni um upplýsingar um notkun á tónlist og umfang starfseminnar, þá reiknast 12.000. kr. álag á fyrsta reikning.

Ef í ljós kemur að rekstraraðili, sem segist ekki flytja tónlist opinberlega í starfsemi sinni, en er engu að síður að nota tónlist, þá reiknast 50% álag á fyrsta reikning. Verður þá innheimt leyfisgjald frá og með þeim tíma sem í ljós kom að tónlist var sannarlega notuð.

Félögum í SAF, Samtökum atvinnurekenda í ferðaþjónustu, veitinga- og gistihúsa, er veittur sérstakur afsláttur.

Scroll to Top