Sönghefti / Textabækur

Tónlist í söngheftum

 • STEF veitir leyfi fyrir útgáfu sönghefta eða annarrar sambærilegrar útgáfu sem er ætlað íslensku markaðssvæði, þegar ljóst er að hið útgefna efni er ætlað til söngs. Einföld forskrift hljóma geta fylgt söngtextum.
 • Fylgi nótur með söngtextum verður útgefandi annaðhvort að fá heimild fyrir nótnaskrift sinni hjá höfundum eða ef notast er við nótur sem áður hafa verið gefnar út, hjá rétthafa nótnanna (fyrri útgefanda). Sjá nánar álayktun stjórnar STEFs hér neðst.
 • Leyfi STEFs nær bæði til texta- og lagahöfunda.
 • STEF veitir eingöngu leyfi fyrir hönd höfunda sem eru meðlimir í samtökunum.
 • STEF veitir eingöngu leyfi fyrir útgáfu safnverka þar sem um er að ræða útgáfu þriggja eða fleiri bæði laga- og textahöfunda.
 • Höfundur getur ávallt sjálfur gefið út eigið efni (eigi hann útgefið efni 100%, bæði lag og texta) án heimildar STEFs.
 • STEF veitir einnig sambærileg leyfi fyrir útgáfu á internetinu.
 • Ekki er innheimt sérstaklega fyrir útgáfu söngtexta sem fylgja efnisskrá tónleika á tónleikum, enda séu greidd höfundaréttargjöld af tónleikunum.
 • Útgefandi skal senda STEFi lagalista söngheftisins sem úthlutar greiðslum á grundvelli upplýsinganna.
 • Útgefandi á netinu skal halda utan um fjölda sóttra laga og senda STEFi eigi sjaldnar en einu sinni á ári slíkar upplýsingar.
 • Við úthlutun til höfunda fer skipting milli texta- og lagahöfunda eftir skráningu viðkomandi verks hjá STEFi.
 • Einstakir höfundar geta lagt bann við að STEF heimili útgáfu texta sinna. Skulu þeir gera slíkt skriflega og skal útgefandi afla sér upplýsinga um viðkomandi höfunda hjá STEFi áður útgáfan á sér stað.

Verðskrá fyrir sönghefti (júlí 2024)

Sönghefti sem er allt að 50 bls. og dreift er ókeypis:
allt að 500 eintök40.775 kr.
allt að 1000 eintök57.086 kr.
allt að 2000 eintök81.551 kr.
Sönghefti sem er allt að 120 bls. og boðið til sölu, eða hefti sem inniheldur fleiri en 50 bls. og dreift er ókeypis:
allt að 250 eintök102.454 kr.
allt að 500 eintök195.722 kr.
allt að 1000 eintök326.205 kr.
allt að 2000 eintök570.859 kr.
Sönghefti sem er allt að 240 bls. (selt og ókeypis):
allt að 250 eintök175.526 kr.
allt að 500 eintök326.205 kr.
allt að 1000 eintök570.859 kr.
allt að 2000 eintök978.615 kr.

Nánari skýringar á verðskránni:

 • Sönghefti sem gefin eru út vegna einkasamkvæma í allt að 100 eintökum eru gjaldfrjáls.
 • Fyrir útgáfu í stærra upplagi eða fleiri blaðsíðum en 240 er samið sérstaklega við STEF.
 • Fyrir útgáfu á netinu skulu greiddar 8% af heildartekjum viðkomandi starfsemi (þ.m.t. auglýsingatekna), en þó aldrei lægra en kr. 350.000 á ári.
 • Ef lag og texti njóta ekki höfundaréttaraverndar er veittur hlutfallslegur afsláttur af ofangreindri gjaldskrá.
 • Ef í söngheftinu er að finna blöndu af íslenskum verkum svo og erlendum, sem útgefandi aflað sér sérstakra leyfa fyrir, innheimtir STEF einungis hlutfallslega miðað við hlutdeild íslenskra verka í útgáfunni.

Á stjórnarfundi STEFs þann 3. júlí 2017 var lögð fram tillaga að breytingum á skilmálum fyrir leyfi STEFs vegna útgáfu sönghefta, þar sem fyrri skilmálar voru ekki nægilega skýrir um mörkin á því hvenær STEF getur gefið út leyfi og þá sérstaklega ef um var að ræða annað og meira en eiginleg sönghefti eins og nótnabækur. Telur STEF að samtökin geti ekki veitt leyfi fyrir hönd höfunda vegna útgáfu á nótum á þeirra verkum, því þá sé komið inn á svokallaðan rétt til grafískarar endurprentunar (e: graphical reproduction). Bent var á að í raun væri enginn eðlismunur á birtingu nótna og texta að þessu leyti. Eftir nokkrar umræður voru breytingarnar samþykktar.

Scroll to Top