Íslensku tónlistarverðlaunin (ÍTV) voru afhent í Hörpu þann 12. mars sl. Heiðursverðlaunin í ár féllu í skaut Steinars Berg Ísleifssonar, sem um langt skeið var ötullasti tónlistarútgefandi landsins. Hann var jafnframt frumkvöðull í útrás íslenskrar tónlistar og með hans atfylgi náði Mezzoforte, fyrst íslenskra tónlistarmanna, lagi inn á breska vinsældarlista.
Plötur ársins 2024 voru útnefndar „Miss Flower“ (Emiliana Torrini), „Wandering Beings“ (Guðmundur Pétursson), „Allt sem hefur gerst“ (Supersport), „Öræfi“ (Kjartan Valdemarsson), „1000 orð“ (Birnir og Bríet), „Innosence“ (Snorri Hallgrímsson) og „De Lumine“ (Sif Margrét Tulinius).
Lög ársins voru „Fullkomið farartæki“ (Nýdönsk), „Í Draumalandinu“ (Spacestation), „Monní“ (Aron Can), Konsert nr. 2 fyrir hljómsveit (Snorri Sigfús Birgisson), „Mona Lisa“ (Merkéta Irglová) og „Visan“ (Ingi Bjarni Skúlason). Textahöfundur ársins var Kristín Eiríksdóttir, fyrir líbrettó í „Óperunni hundrað þúsund“.
Söngvarar ársins voru Magni Ásgeirsson, Maríana Ósk Þórólfsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Flytjendur ársins voru valin Óskar Guðjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Una Torfa og Víkingur Heiðar Ólafsson.
Nánar má fræðast um verðlaunahafa hérna.