Árlega gerir STEF greiningu á kynjahlutfalli tónhöfunda. Kvenhöfundum hefur fjölgað smám saman, þótt hægt þokist. Nýjasta greining sýnir áframhaldandi hæga fjölgun kvenna, sem og hækkun í úthlutunum til kvenna.
Athyglisverðast við nýjustu könnunina er, að hlutfall kvenna sem eiga aðild að nýskráðum verkum jókst verulega á liðnu ári, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Vert er einnig að geta þess, að árið 2024 var hlutfall kvenna á meðal nýskráðra höfunda hærra en nokkru sinni, ríflega fjórðungur (26%).
Glöggir skoðendur átta sig á því að örlítið skortir upp á að samtölur á myndinni nái 100%, sem helgast af fáeinum kynsegin höfundum.
Smellið á myndina fyrir neðan til að stækka.