Bragfræðsla – Söngtextanámskeið Braga Valdimars

Mánudaginn 5. maí býður STEF upp á söngtextanámskeið undir stjórn Braga Valdimars Skúlasonar.

Bragi Valdimar hefur samið og skrúfað saman mishnyttna og -hittna dægurlagatexta allt frá því á síðustu öld. Hann mun fara yfir nokkur gríðarlega mikilvæg atriði við textagerð. Vegur hann og metur boð og bönn, ambögur og útúrdúra. Lofar það sem vel er gert og lastar það sem hefði mátt vanda betur. Hvað ber að varast og hvaða tól þurfa að vera í vopnabúrinu? Eru ástin og lífið nægjanleg umfjöllunarefni, eða þarf meira til? Hvað rímar og hvað ekki? Og er ekki hægt að kalla þessa gervigreind til góðra verka?

Námskeiðið hefst kl. 18:00, í höfuðstöðvum STEFs við Laufásveg 40. Skráning fer fram hér. Þátttökugjald er 5.000 kr.

Ath: Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og ef aðsókn verður umfram það sem viðráðanlegt getur talist, þá áskilja skipuleggjendur sér rétt til að velja úr umsóknum.

Scroll to Top