Á dögunum tók til starfa hjá okkur Katrín Eyjólfsdóttir. Gegnir hún starfi gjaldkera og móttökustjóra, tekur við af Hönnu Fríðu Jóhannsdóttur, sem hverfur nú af vinnumarkaði.
Katrín hefur komið víða við á sviðum menningar og lista. Hún er með meistaragráðu í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og situr jafnframt í listráði Eimskipafélagsins.
Við bjóðum Katrínu velkomna til starfa.