— Íþróttastarfsemi —

Verðskrá STEFs fyrir íþróttastarfsemi (október 2024)

Inngangur

  • Íþróttasérsambönd greiða fyrir notkun tónlistar á leikjum og mótum, þ.m.t. landsleikjum sem þau halda.
  • Íþróttafélög greiða fyrir notkun tónlistar í sinni starfsemi. Ekki skiptir máli hvort íþróttafélagið sjálft eigi völlinn eða sveitarfélagið, allt að einu er það íþróttafélagið sem ber ábyrgð á tónlistarnotkuninni og samningi við STEF.
  • Sérstök verðskrá gildir um staka íþróttaviðburði sem þá oftast eru haldnir af öðrum aðilum en íþróttafélögum s.s. eins og almenningshlaup.
  • Sérstök verðskrá gildir um starfsemi líkamsræktarstöðva og dansskóla.

Íþróttasérsambönd

Íþróttasambönd greiða fyrir tónlistarnotkun samkvæmt samningum við STEF sem byggjast á eftirfarandi forsendum:

Íþróttasérsambönd greiða ákveðna fjárhæð fyrir hvern áhorfanda er miðast við meðaltal móta/leikja og meðaltali fjölda áhorfenda á hverjum leik.

Samningar eru almennt gerðir til fimm ára, en eftir það endurnýjast samningar um ár í senn, nema annar hvor aðili óski eftir endurskoðun á samningi.
Ef sérsamband stendur fyrir skemmtun/viðburði þar sem tónlist er í forgrunni, hvort sem slíkt er hluti af móti eða ekki, þá er sérstaklega greitt fyrir það skv. verðskrá STEFs fyrir viðburði.

Samningar miðast við tvo flokka, A-flokk og B-flokk, eftir því hvort tónlist er hluti af íþróttagrein sérsambandsins, þ.e.a.s. að tónlist sé venjulega spiluð undir keppni í viðkomandi íþróttagrein.

  • Verðskrá STEFs er kr. 14 á hvern áhorfanda á hvern leik/mót í A-flokki á ári.
  • Verðskrá STEFs er kr. 10 á hvern áhorfanda á hvern leik/mót í B-flokki á ári.

Innifalið í þessu gjaldi er greiðsla til SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda).
Fjárhæðir þessar breytast árlega með tilliti til þróunar lánskjaravísitölu.
Lágmarksgreiðsla fyrir hvert íþróttasérsamband er kr. 30.000 á ári.

Íþróttafélög

Íþróttafélög greiða fyrir tónlistarnotkun samkvæmt samningum við STEF sem byggjast á eftirfarandi forsendum:

Íþróttafélög greiða ákveðna fjárhæð fyrir hvern iðkanda í hverri íþróttagrein sem íþróttafélagið stundar og miðast greiðslan fyrir tónlistarnotkun á æfingum, leikjum, mótum og sýningum félagsins svo og tónlistarnotkun í opnum rýmum og á samkomum sem tengist innra starfi félagsins.

Ef íþróttafélag stendur fyrir skemmtun / viðburði þar sem tónlist er í forgrunni sem er auglýstur og opinn almenningi og selt er inn á eða sem er hluti af stórmóti og er opinn fyrir bæði iðkendur og aðstandendur, er sérstaklega greitt fyrir það skv. verðskrá STEFs fyrir viðburði.

Samningar STEFs við íþróttafélög miðast við tvo flokka, A flokk og B flokk eftir því hvort tónlist sé hluti af íþróttagreininni sem félagið stundar, þ.e.a.s. að tónlist sé venjulega spiluð undir keppni í viðkomandi íþróttagrein. Sé íþróttafélag með margar íþróttagreinar innan sinna vébanda eru greinarnar flokkaðar skv. ofangreindu og tekur þá samningurinn mið af hversu margir iðkendur eru í viðkomandi íþróttagrein.

Samningar eru almennt gerðir til fimm ára í senn, en eftir það endurnýjast ár í senn nema annar hvor aðila óski eftir endurskoðun á samningi t.d. vegna breytingar á fjölda iðkenda eða samsetningar þeirra.

  • Verðskrá STEFs eru kr. 88 kr. á hvern iðkanda í íþróttagrein sem fellur undir A flokk.
  • Verðskrá STEFs eru kr. 68 kr. á hvern iðkanda í íþróttagrein sem fellur undir B flokk.

Innifalið í þessu gjaldi er greiðsla til SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda).

Fjárhæðir þessar breytast árlega með tilliti til þróunar lánskjaravísitölu.

Lágmarksgreiðsla fyrir hvert íþróttafélag er kr. 30.000 á ári.

Scroll to Top