Búið er að birta tilnefningar til Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna í ár. Fyrir Íslands hönd tilnefndi dómnefnd STEFs þá Eðvarðs Egilsson og Pál Ragnar Pálsson fyrir tónlist þeirra í myndinni Skjálfti. Verðlaunin verða afhent í Berlín í febrúar.
Óskum við þeim félögum innilega til hamingju með tilnefningu og vonumst til þess að hún verði þeim lyftistöng í hinum harða heimi kvikmyndatónlistarinnar.
Á vefsíðu NFMD (Nordic Film Music Days) má kynna sér betur tilnefningar til verðlaunanna og umsagnir þar að lútandi.