Á dögunum var tilkynnt um þau sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta árið. Verðlaunastyttunum verður útbýtt í Silfurbergi Hörpu miðvikudaginn 22. mars og verður athöfnin sýnd beint á RÚV. Á vef ÍTV segir m.a.: „Talsverðar breytingar voru gerðar á verðlaunaflokkum í ár, sameinað undir stærri flokka og samræmt milli helstu yfirflokkana. Verðlaunað er fyrir tónlistarflutning, söng, lög/tónverk og hljómplötur eða stærri verk.“