Eins og fram kom í tilkynningu sl. mánudag, ollu tæknivandræði töfum á Miðsumarsúthlutun. Var á þeim tímapunkti stefnt að því að hún færi fram 15. júní. Það gekk ekki eftir, því miður. Erfitt er að útskýra í stuttu máli hvað veldur, en vandann má rekja til vefþjóna sem ekki hafa virkað sem skyldi að undanförnu. Þetta vefþjónandamál veldur því einnig að meðlimir komast ekki inn á Mínar síður um þessar mundir. Bundnar eru vonir við að úthlutun geti farið fram í upphafi næstu viku og að samtímis komist Mínar síður aftur í gagnið. Við biðjum rétthafa forláts á töfinni.