—
Trú- og lífsskoðunarfélög
—
Verðskrá STEFs fyrir trú- og lífsskoðunarfélög
Fyrir tónlist sem er flutt í opinberu starfi trú- og lífsskoðunarfélaga skal greiða höfundaréttargreiðslur sem hér segir (skv. verðskrá í október 2024):
- Fyrir hvern meðlim trúfélags, ársfjórðungslega kr. 21, eða kr. 83 á ári.
- Fjárhæðir þessar taka breytingum í samræmi við lánskjaravísitölu.
- Sérstaklega skal greiða fyrir tónleika, sem eru sérstaklega auglýstir og þau tilvik þegar kirkjur eða önnur salarkynni eru leigð undir tónleikahald.
- STEF skuldbindur sig að láta renna í Tónlistarsjóð kirkjunnar og STEFs 20% af þeim greiðslum sem innheimtast frá viðkomandi trúfélagi (nema trú- og lífsskoðunarfélagið óski eftir öðru fyrirkomulagi, en það er ekki skilyrði fyrir því að sækja um styrki í Tónlistarsjóðinn að umsækjandi sé í þjóðkirkjunni.)
Til útskýringar:
STEF innheimtir höfundaréttargreiðslur skv. ofangreindri verðskrá og opinberum tölum um fjölda skráðra meðlima trúfélaga ár hvert. Fjárhæðirnar miða við sömu forsendur og samningur STEFs við Þjóðkirkjuna.