Aðalúthlutun ársins hefur nú að fullu farið fram, en hún tekur til opinbers flutnings innanlands, svo sem í útvarpi, sjónvarpi, sem og bakgrunnstónlistar hvers konar.
Desemberhluti aðalúthlutunar felur einnig í sér nokkra sértæka liði, svo sem frumflutningsálag og þóknun v. eintakagerðar til einkanota (IHM).
Vert er að hafa í huga, að aðalúthlutun er greidd út í tvennu lagi, annars vegar miðsumars (sk. miðsumarsúthlutun) og hins vegar í desember.
Í ár nam aðalúthlutun samtals u.þ.b. 271,3 milljónum, en þar af var miðsumarsúthlutunin 121,5 milljónir. Í fyrra nam aðalúthlutun alls um 238 milljónum, þannig að hækkunin á milli ára er tæplega 14%.
Skilagreinar eru aðgengilegar á www.stef.is > „Mínum síðum“.
Eins og verið hefur hin seinni ár, þá voru innlendar úthlutanir ársins 12 talsins. Þær námu samtals um 618 milljónum. Auk þess var 191 milljón úthlutað til erlendra rétthafa, þannig að alls var úthlutað 809 milljónum í ár, sem er algjört met.
Til glöggvunar má benda á að þetta er 37% hækkun frá fyrra ári, sem einnig var metár. Vart þarf að taka fram, að stjórn og starfsfólk STEFs er býsna kátt yfir þessu.
Meðfylgjandi mynd sýnir yfirlit innlendra úthlutana árið 2023. Stærri mynd hér.