Stjórnarformanni STEFs, Braga Valdimar Skúlasyni, var í dag heiður gjörður, er hann var sæmdur Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar. Það var menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, sem afhenti Braga „Jónasarbikarinn“, sem árlega hlotnast einstaklingi sem þykir hafa unnið tungumálinu sérdeilis vel. Það hefur Bragi svo sannarlega gjört, ekki síst í safaríkum sönglagatextum sínum. Vér árnum honum allra heilla.
