Á dögunum var leyfissamningur STEFs við Sýn endurnýjaður og uppfærður, eftir alllangt ferli, en fyrri samningur var kominn nokkuð til ára sinna. Nýi samningurinn felur í sér niðurstöðu sem báðir aðilar geta vel við unað og munu rétthafar finna fyrir jákvæðum breytingum á næstu árum.
Rétt eins og útvarps- og sjónvarpsstöðvar þurfa á tónhöfundum að halda, þá þurfa þeir jafnframt á stöðvunum að halda. Það er höfundum að sjálfsögðu afar mikilvægt að fyrirtæki eins og Sýn séu starfrækt og hafi rekstrargrundvöll, en undir hatti Sýnar eru nokkrar af stærstu stöðvum landsins, helstar þeirra Bylgjan og Stöð 2.
Við þökkum forsvarsfólki Sýnar viðskiptin nú sem fyrr og hlökkum til áframhaldandi viðskipta og samvinnu, höfundum, ljósvakamiðlum og áheyrendum til heilla, ánægju og yndisauka.