Gjaldtaka fyrir óvenju mörg skráð verk

Athygli er vakin á því að STEF áskilur sér rétt til að innheimta sérstök skráningargjöld af meðlimum í þeim tilvikum sem skráð eru óvenju mörg ný verk í einu eða á ári, s.s. vegna notkunar gervigreindar við tónsköpun. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi nýlega.

Á þetta við ef fleiri en 20 verk eru skráð á sólarhring eða fleiri en 365 verk á ári. Hámark þetta á þó ekki við um skráningar á tónsporum (e. score) kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlistar, né um skráningar forleggjara fyrir hönd þeirra höfunda sem þeir eru í forsvari fyrir.

Stjórn STEFs tekur ákvörðun um fjárhæð gjaldsins og skal hún birt á heimasíðu STEFs. Fjárhæðin verður í fyrstu kr. 500 á hvert verk, en breytist með tilliti til vísitölu einu sinni á ári, í fyrsta sinn í janúar 2026.

Scroll to Top