Greint frá ægivald Spotify

Í síðustu viku stóð STEF fyrir hingaðkomu tónlistarblaðamannsins Liz Pelly, sem hefur vakið mikla athygli fyrir bók sína “Mood Machine – The Rise of Spotify and the Costs of the Perfect Playlist”.

Bókinni hefur verið lýst sem greiningu á því hvernig málum er háttað hjá stærstu streymisveitu heims. Hún inniheldur fjölda viðtala við kunnáttufólk úr innsta hring Spotify, sem og úr tónlistar- og menningargeiranum. Bókin varpar ljósi á það hvernig samþjappað ægivald Spotify hefur mótað tónlist, jafnt fyrir hlustendur og tónlistarmenn, á undanförnum árum — og jafnvel til eilífðar.

Pelly hélt hér fyrirlestur samhliða Airwaves-hátíðinni og Morgunblaðið átti við hana fróðlegt viðtal, sem lesa má með því að smella hér.

Scroll to Top