Haustúthlutun úr Upptökusjóði

Nýlega fór fram haustúthlutun úr Upptökusjóði STEFs. Veittir voru 25 styrkir, þar af sex nýliðastyrkir. Einn styrkþega er Einar Lövdahl, sem sent hefur frá sér eina sólóplötu og samið texta fyrir ýmsa flytjendur, t.a.m. Jóhönnu Guðrúnu, GDRN og Jón Jónsson. Fyrir þann síðastnefnda gerði Einar m.a. textann „Gefðu allt sem þú átt“, sem sló gegn fyrir nokkrum árum. Einar hefur þetta að segja um styrkveitinguna:

„Að hljóta styrk úr Upptökusjóði gladdi mig mjög, enda gerir styrkurinn mér kleift að taka upp tvö ný lög sem ég hlakka til að gefa út á nýju ári. Um er að ræða popplög með íslenskum textum um hinn ljúfsára og köflótta hversdagsleika. Styrkurinn greiðir mér ekki aðeins götuna fjárhagslega heldur hefur hann jafnframt táknrænt gildi – skapar jákvæða pressu um að láta til skarar skríða.“

Eftirfarandi hlutu styrki að þessu sinni:

  • Sveinbjörn I. Baldvinsson
  • Ingi Þór Garðarsson
  • Aulos Flut Ensemble (Bára Grímsdóttir og Daníel Þorsteinsson)
  • Hljómsveitin SYSTUR
  • Sunna Margrét Þórisdóttir
  • Ingibjörg Azima
  • María Viktoría Einarsdóttir
  • Hljómsveitin Vök
  • Fannar Ingi Friðþjófsson
  • Gyða Valtýsdóttir
  • Þuríður Jónsdóttir
  • Ingibjörg Elsa Turchi og Hróðmar Sigurðsson
  • Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson
  • Rósa Guðrún Sveinsdóttir
  • Hljómsveitin Superserious
  • Sævar Helgi Jóhannsson
  • Einar Lövdahl Gunnlaugsson
  • Hljómsveitin Pale Moon
  • Nicolas Moreaux

    Nýliðastyrki hlutu:
  • Jose Luis Anderson
  • Þórir Már Davíðsson
  • Karítas Óðinsdóttir, Edvard Oliversson og Einar Már Harðarson
  • Hljómsveitin Piparkorn
  • Nína Solveig Andersen (Lúpína)
  • Ástrún Friðbjörnsdóttir
Scroll to Top