Búið er að birta tilnefningar til Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna, sem skv. venju verða afhent í Berlín í febrúar.
Fyrir Íslands hönd tilnefndi dómnefnd STEFs Högna Egilsson, fyrir tónlist hans í kvikmyndinni „Snerting“.
Við óskum Högna til lukku með tilnefninguna.
Skemmst er að minnast þess að síðast hlaut Eðvarð Egilsson „Hörpuna“, en svo nefnast verðlaunin.
Á vefsíðu NFMD má kynna sér betur tilnefningar til verðlaunanna og umsagnir dómnefnda.