Keychange-verkefnið heldur áfram að fullum krafti í ár. Búið er að velja hóp 74 kvenna úr tónlistariðnaðinum frá 12 löndum, sem taka þátt í viðburðum víðs vegar á árinu. Viðburðirnir eiga það allir sameiginlegt að vera tengdir Keychange-verkefninu, sem gengur í stuttu máli út á að efla hlut kvenna og kynsegin fólks í tónlistarbransanum, jafnt listafólks sem annarra. STEF hefur verið þátttakandi í þessu verkefni frá upphafi.
Fulltrúar Íslands í ár verða annars vegar tónlistarfólkið CYBER, Jelena Ciric og MSEA, hins vegar bransafólkið Josie Anne Gaitens, Lama-sea Dear og Inga Magnes Weisshappel. Fræðast má betur um þátttakendur og Keychance-verkefnið með því að smella hér.