Metár 2023: Tæplega 900 milljónum úthlutað til höfunda

Ársreikningur STEFs var kynntur og samþykktur á aðalfundi 10. maí sl.

Heildartekjur STEFs á liðnu ári námu tæplega 1.230 þúsund krónum og hafa aldrei verið meiri.

Að teknu tilliti til rekstrargjalda voru tekjur um 1.035 þúsund (s.k. hreinar tekjur), sem er hækkun um 19,3% á milli ára.

Heildarúthlutun til rétthafa árið 2023 nam tæplega 900 milljónum.

Hér er að finna árs- og gegnsæisskýrslu ársins, sem auk lykiltalna úr ársreikningi geymir ýmsa tölfræði og yfirferð um starfsemina á undanförnum 12 mánuðum.

Hér er að finna ársreikning STEFs fyrir árið 2023.

Þau sem vilja kynna sér starfsemi STEFs betur sem og ársreikninginn og fá nánari skýringar á einstaka liðum er bent á opinn fund meðlima STEFs þann 11. júní kl. 16:00 að Laufásvegi 40.

Scroll to Top