Miðsumarsúthlutun 2024: 160 milljónir

Miðsumarsúthlutun hefur farið fram. Hún er fyrri hluti Aðalúthlutunar 2024, en seinni hlutinn greiðist í desember. Miðsumarsúthlutun nemur nú um 160 milljónum og hefur aldrei verið hærri. Áætlað er að Aðalúthlutun í ár muni nema alls u.þ.b. 320 milljónum, þannig að Miðsumarsúhlutun er hartnær helmingur af heild Aðalúthlutunar.

Miðsumarsúthlutun í ár felur í sér eftirfarandi:

  • 60-70% af spilun á innlendum útvarps- og sjónvarpsstöðvum á árinu 2023.
  • Öll skilgreind bakgrunnstónlist (s.k. „fyrirtækjastreymi“) á árinu 2023.
  • Hluti af óskilgreindri bakgrunnstónlist á árinu 2023.
  • Spilun í kvikmyndahúsum á árinu 2023.
  • Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
  • Spilun í vélum Icelandair á árinu 2023.

Seinni hlutinn, í desember, mun síðan fela í sér hluta af útvarps- og sjónvarpsspilun, hluta af greiðslu fyrir óskilgreinda bakgrunnstónlist og greiðslu fyrir tónlist í kirkjuathöfnum. Einnig verður þá greitt fyrir frumflutning á árinu 2023 og eintakagerð til einkanota (IHM).

Höfundar geta nú vitjað skilagreina á Mínum síðum.

Scroll to Top