Í gær, á Degi íslenskrar tónlistar, var ný og uppfærð vefsíða STEFs opinberuð. Hún er að flestu leyti einfaldari og þægilegri í notkun en sú eldri. Aðalbreytingin felst þó í því að vefsvæðið er nú mun farsímavænna en áður, það má í raun tala um byltingu hvað það varðar. Við óskum rétthöfum til lukku og bjóðum þeim að skoða sig um á svæðinu www.stef.is.