Ört vaxandi höfundar verðlaunaðir

Á menningarnæturtónleikunum í bakgarðinum við Laufásveg 40 í liðinni viku voru „Hvatningarverðlaun STEFs“ afhent öðru sinni, til þriggja höfunda sem eiga það sameiginlegt að hafa „sýnt ört vaxandi árangur undanfarin missseri“, eins og það er orðað, en auknar höfundaréttartekjur eru ein vísbending þess.

Að þessu sinni hlutu verðlaunin þau Árný Margrét Sævarsdóttir, Kári Egilsson og Nína Sólveig Andersen (Lúpína), en umboðskona hennar, Aurora, móttók skjalið fyrir hennar hönd. Við óskum þeim til lukku og velfarnaðar á komandi árum.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá tónleikunum.

Scroll to Top