Ráðherra í heimsókn

Logi Einarsson, nýr menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kom ásamt aðstoðarfólki í hádegisverðarboð í höfuðstöðvar STEFs í gær, 20. mars. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir ráðherra eðli og starfsemi samtakanna og veita stutta sýn inn í ærin verkefni sem við er að eiga frá degi til dags. Áttu fundarmenn gott samtal um starfið og krefjandi áskoranir sem blasa við tónhöfundum og tónlistarbransanum í heild sinni í nútíð og framtíð.

Stjórnarfólk STEFs og framkvæmdarstjóri stilltu sér upp fyrir myndatöku, eins og góð dægurlög gera ráð fyrir þegar svona ber undir. Við þökkum ráðherra og hans fólki fyrir góð viðkynni og gagnlegan fund.

Scroll to Top