Í dag fór fram sérstök úthlutun v. flutnings erlendis, nánar tiltekið í Þýskalandi. Af tæknilegum orsökum hafði í nokkur misseri staðið á greiðslum frá þarlendum systursamtökum og höfðu því safnast upp nokkrar úthlutanir. En nú hefur verið úr þessu leyst og búið að úthluta um 28 milljónum króna til u.þ.b. 700 rétthafa.
Þann 15. nóvember fer svo fram hefðbundin erlend úhlutun, sem fela mun í sér tekjur frá ýmsum löndum.