Skjölum haldið til haga

STEF var stofnað 1948 og í hirslum hefur ýmislegt safnast upp á langri leið. Í sumar var gerður skurkur í geymslum við Laufásveg, hvar leynist ýmislegt sem tengist sögu samtakanna og raunar tónlistarsögu landsins. Á dögunum gerði STEF samning við Þjóðskjalasafnið, um að fara í gegnum skjöl og varðveita það sem vert er að halda til haga. Um er að ræða gögn, bréf og fundargerðir frá upphafi, sem Þjóðskjalasafnið mun hreinsa, flokka, skanna og skrá með rafrænum hætti og birta í skjalaskrárkerfi sínu.

Á myndinni undirrita fulltrúar STEFs og safnsins samning þar að lútandi.

Scroll to Top