STEF, TONO og Teosto hefja samstarf við International Copyright Enterprise (ICE)
Vonir standa til þess að úthlutun v. streymis muni aukast nokkuð á næstu árum, í ljósi sterkar stöðu ICE, sem er leiðandi á sviði fjölþjóðlegra leyfisveitinga fyrir stafræna tónmiðlun og hefur veitt yfir 100 fjölþjóðlegum aðilum leyfi í 245 löndum.
ICE tilkynnti í dag, að samtökin STEF (Ísland), Teosto (Finnland) og TONO (Noregur) hafi gengið til samstarfs við ICE. Að undangenginni þarfagreiningu og ígrunduðu úrræðamati, þá hefja STEF, TONO og Teosto innleiðingu í kerfið „ICE Core“, hvað varðar leyfisveitingar og bakvinnslu frá og með 1. janúar 2026. Þessi þrenn samtök hafa innan sinna raða samtals u.þ.b. 90.000 tónskáld og textahöfunda, en þau bætast nú í hóp 10 annarra stórra höfundaréttarsamtaka sem ICE hefur þjónustað um árabil.
„Við erum spennt að taka á móti Teosto, TONO og STEF inn í ört stækkandi ICE Core. Þar sem öll samtökin eru nú þegar viðskiptavinir ICE í sambandi við höfundaréttarmál, þá er ákvörðun þeirra um treysta okkur einnig fyrir leyfisveitingum og bakvinnslu til vitnis um styrk þjónustu okkar og trú samtakanna á tæknilegum „end-to-end“ lausnum sem við höfum þróað á liðnum árum.
Við kunnum að meta traustið, sem veitir okkur í leiðinni tækifæri til að auka og bæta þjónustu okkar til viðskiptavina. Við munum að sjálfsögðu leggja okkur í framkróka við að gæta réttinda höfunda þessara samtaka og erum staðráðin í að tryggja þeim sem mesta arðsemi“, segir Ben McEwen, framkvæmdastjóri hjá ICE.