Við bendum á að Miðsumarsúthlutun, sem fara átti fram þriðjudaginn 13. júní, mun af tæknilegum orsökum frestast til 15. júní. Beðist er velvirðingar á þessari ófyrirséðu töf. Höfundar geta e.t.v. huggað sig við það, að þessi töf er skemmri en biðin eftir sjálfu sumrinu. —En það kemur.