Aðalfundur STEFs var haldinn þann 23. maí sl. og var fulltrúaráði þar kynntur ársreikningur fyrir 2024 og hann samþykktur.
Úthlutun STEFs til rétthafa, innlendra sem erlendra, nam alls 1.027.863.512 kr. í fyrra. Þetta var því enn eitt metárið, en vert er að geta þess að vöxtur undanfarin ár er töluvert umfram þróun verðlags.
Árs- og gagnsæisskýrslu 2024-25 er hægt að sjá með því að smella hérna, en auk lykiltalna úr rekstri er þar er að finna fjölmargar fréttir frá starfsárinu.
Á forsíðunni getur að líta sögngvaskáldið Magnús Eiríksson meðtaka fögnuð viðstaddra á viðhafnartónleikum í Hörpu þann 1. desember 2024, hvar hann var fyrstur manna sæmdur „Þakkarorðu íslenskrar tónlistar“.
Ársreikning STEFs 2024 má skoða hér.