Þátttakendur í verkefninu „Vindur í seglum“ komu saman í höfuðstöðvum STEFs á föstudaginn í litlu lokahófi. Fengu viðstaddir að heyra nokkur lög úr ranni þátttakenda, sem lofuðu sannarlega góðu.
Var þetta í þriðja skipti sem verkefnið er keyrt, en um er að ræða ‘mentor-prógramm’ sem ætlað er að styðja og aðstoða kvenhöfunda og kynsegin fólk við að fóta sig í bransanum og koma verkum á framfæri, í von um að vinna á kynjahalla innan tónlistargeirans.
Stefnt er að því að bjóða aftur uppá slíkt verkefni á næsta ári. Á meðfylgjandi mynd eru þátttakendurnir Róshildur, Helga Rún (HáRún) og Melen, ásamt Guðrúnu Björk, framkvæmdastjóra STEFs.