—
„Munaðarlaus“ verk
—
Listi yfir „munaðarlaus verk“. M.ö.o. verk sem flutt hafa verið opinberlega, en ekki hafa skráða rétthafa
Um „munaðarlaus verk“
Samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins um „munaðarlaus“ verk sem innleidd hefur verið í höfundalög, er stofnunum sem starfa í almannaþágu (t.d. söfnum og menntastofnunum) heimilt að nota verk sem teljast „munaðarlaus“ á þann hátt að gera eintök af þeim svo og að veita almenningi aðgang að verkunum. Verk telst „munaðarlaust“ ef rétthafi þess finnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Sú stofnun sem hyggst nota „munaðarlaust“ verk skal tryggja að slík leit hafi farið fram og verið skráð. Ef rétthafi verks sem áður hefur ekki fundist gefur sig fram við stofnun sem notar verk samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal viðkomandi verk ekki lengur teljast „munaðarlaust“ og afnot þess ekki lengur heimil nema með leyfi rétthafa.
Hér er finna lista yfir „munaðarlaus“ verk – (febrúar 2022).