NCB-logo

Nordisk Copyright Bureau

NCB stendur fyrir „Nordisk Copyright Bureau“, sem er í sameiginlegri eigu norrænu höfundaréttarsamtakanna. Í umboði þeirra annast NCB leyfisveitingar fyrir útgáfu á föstu formi, t.d. útgáfu á CD og vínylplötum. Þá annast NCB einnig leyfisveitingar fyrir hljóðsetningu, aðallega vegna sjónvarpsframleiðslu. Nánari upplýsingar um þessi leyfi má nálgast á heimasíðu NCB, www.ncb.dk.

Áður fyrr rak STEF útibú fyrir NCB á Íslandi en nú er öll starfsemi NCB í Kaupmannahöfn. STEF veitir meðlimum sínum áfram góðfúslega upplýsingar og aðstoð vegna úthlutana NCB eftir fremsta megni. Öllum fyrirspurnum um útgáfu skal beint til NCB á netfangið  ncb@ncb.dk. Kennitala NCB er 410391-2019.

Scroll to Top