Tengd félög, nefndir og ráð

  • STEF er aðili að IHM (Innheimtumiðstöð rétthafa), hagsmunasamtökum 11 höfundaréttarsamtaka, sem annast innheimtu og úthlutun á gjaldi vegna eintakagerðar til einkanota, sem og gjaldi fyrir endurvarp sjónvarps. Í stjórn IHM sitja fyrir hönd STEFs, Guðrún Björk Bjarnadóttir og Hjörtur Ingvi Jóhannsson. Ásamt þeim situr svo Þuríður Jónsdóttir í fulltrúaráði IHM.
  • STEF á aðild að Fjölís, hagsmunafélagi sjö höfundaréttarsamtaka, sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum er njóta höfundaréttar og nýtt eru með ljósritun, skönnun, rafrænni eftirgerð eða annarri hliðstæðri eftirgerð. Í stjórn Fjölís fyrir hönd STEFs situr Páll Ragnar Pálsson og er Guðrún Björk Bjarnadóttir varamaður hans. Í fulltrúaráði Fjölís situr Guðrún Björk Bjarnadóttir, auk tilnefnds stjórnarmanns.
  • STEF á aðild að Samtóni, sem er samstarfsvettvangur STEFs og SFH (Samtaka flytjenda og hljómplötuframleiðenda). Stærstu verkefni Samtóns eru að halda Íslensku tónlistarverðlaunin (ÍTV) og Dag íslenskrar tónlistar (DÍT). Fulltrúar STEFs í stjórn Samtóns eru Guðrún Björk Bjarnadóttir og Páll Ragnar Pálsson auk Braga Valdimars Skúlasonar. Framkvæmdastjóri ÍTV og DÍT er Kristján Freyr Halldórsson.
  • Guðrún Björk Bjarnadóttir situr f.h. STEFs í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.
  • Í stjórn Upptökusjóðs STEFs sitja Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Oliver Kentish, Ragnheiður Gröndal og Ragna Kjartansdóttir.
  • Í stjórn Nótnasjóðs STEFs sitja Tryggvi M. Baldvinsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir og Úlfar Ingi Haraldsson.
  • Í stjórn Stórverkasjóðs STEFs sitja Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Gunnhildur EinarsdóttirÓttarr Proppé og Hallur Ingólfsson auk Guðrúnar Bjarkar
    Bjarnadóttur.
  • Í stjórn Ferðasjóðs STEFs sitja Lárus Grímsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
  • Í stjórn Tónskáldasjóðs RÚV og STEFs sitja fyrir hönd STEFs þau Védís Hervör Árnadóttir og Tryggvi M. Baldvinsson, en auk þeirra situr útvarpsstjóri í stjórninni. Varamenn eru Hallur Ingólfsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir.
  • Í stjórn Tónskáldasjóðs Bylgjunnar og Stöðvar 2 sitja fyrir hönd STEFs þau Bragi Valdimar Skúlason og Páll Ragnar Pálsson og auk þeirra forstjóri Sýnar eða annar aðili sem Sýn tilnefnir á hverjum tíma.
  • Í stjórn Tónlistarsjóðs kirkjunnar og STEFs situr fyrir hönd STEFs Hilmar Örn Agnarsson og er Hildigunnur Rúnarsdóttir varamaður hans.
  • Fyrir hönd STEFs situr í Höfundaréttarráði Karólína Eiríksdóttir og til vara Óttarr Proppé.
  • Í hinni íslensku dómnefnd Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna sitja þau Pétur S. Jónsson, Hilmar Oddsson, Margrét Örnólfsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir. STEF annast umsýslu þessara verðlauna fyrir hönd Íslands.
  • Matsmenn STEFs eru þeir Hallur Ingólfsson, Ingi Garðar Erlendsson og Eyþór Gunnarsson.
  • Nefnd um kirkjulegar athafnir vegna úthlutunar: Óskar Einarsson, Regína Ósk Óskarsdóttir og Þórir Úlfarsson.
  • Í Jafnréttisnefnd STEFs sitja Sóley Stefánsdóttir, Snorri Helgason, Páll Ragnar Pálsson og Eliza Newman.
Scroll to Top