(+354) 561 6173 | Address: Laufásvegur 40 - 101 Reykjavík - Iceland | info@stef.is

HLJÓÐVARP & SJÓNVARP

Til þess að reka útvarpsstöð eða sjónvarpsstöð, hvort heldur er tímabundið eða að staðaldri, þarf að fá leyfi ýmissa aðila, m.a. STEFs til tónflutnings.

Ef um skammtímaútvarp er að ræða innheimtir STEF að jafnaði gjöld fyrir SFH (Samband flytjenda og hljómplötuútgefenda), og er SFH hlutinn 60% af gjaldi STEFs og leggst ofan á það. Leyfi STEFs, ásamt öðrum gögnum, þarf að leggja fyrir Útvarpsréttarnefnd, sem veitir útvarpsleyfið.

Gjaldskrá fyrir svæðisbundnar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar er miðuð við árlegan senditíma, en það er heildarútsendingartími stöðvar en ekki aðeins sá tími sem tónlist er send út á stöðinni. Þá er gjald fyrir stöð sem aðeins nær til dreifbýlis helmingi lægra en gjald fyrir útvarp sem nær til Reykjavíkur eða annars þéttbýlis.

Sérstakur taxti er í gildi fyrir skammtímaútvarp. Skammtímaútvarp telst það vera þegar útvarpað er skemur en einn mánuð. Sé útvarpað lengur en einn mánuð er miðað við útsendingartíma.

Gjald vegna skammtímaútvarps þarf að greiða fyrirfram nema viðunandi trygging sé sett. Vegna heilsársútvarps verður að setja tryggingu fyrir minnst þriggja mánaða gjaldi.

Gjaldskrá STEFs fyrir hljóðvarp og sjónvarp
Lágmarksverð m.v. útsendingar til alls landsins eru þessi (skv. verðskrá í apríl 2020):
Árgjald sjónvarpsstöðvar 5.981.655 kr. Mánaðargjald 498.471 kr.
Árgjald útvarpsstöðvar 8.519.864 kr. Mánaðargjald 709.989 kr.

Afsláttur er veittur í samræmi við magn tónlistar á stöðinni sbr. eftirfarandi töflu.
Athugið að verð þessi fela EKKI í sér gjald til flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem SFH innheimtir sérstaklega.

Lágmarksverð Tónlist allt að: Lækkun:
Árgjald  % Klst./dag  % Krónur Gjaldlækkun
5.981.655 kr. 100% 24 0 0 kr. 5.981.655 kr.
5.981.655 kr. 60% 14 15% 897.248 kr. 5.084.406 kr.
5.981.655 kr. 50% 12 30% 11.794.496 kr. 4.187.158 kr.
5.981.655 kr.. 40% 10 45% 2.691.745 kr. 3.289.910 kr.
5.981.655 kr. 30% 7 60% 3.588.993 kr. 2.392.662 kr.
5.981.655 kr. 20% 5 75% 4.486.214 kr. 1.495.414 kr.
5.981.655 kr. 10% 2 90% 5.383.489 kr. 598.165 kr.
Almennir skilmálar

Verðskráin hefur að geyma verð, sem höfð eru til viðmiðunar við gerð samninga við útvarpsstöðvar, þ.e. hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar, skv. 1. mgr. 23. gr. höfundalaga nr. 73/1972, aðrar en svæðisbundnar útvarpsstöðvar þar sem í gildi er sérstök viðmiðunarverðskrá.

Sjónvarpsstöð skal greiða STEFi 1,7% af heildartekjum sínum af sjónvarpsrekstri, að frádregnum virðisaukaskatti, fyrir heimild til þess að flytja á einni sjónvarpsrás tónverk sem njóta verndar samkvæmt höfundalögum. Endurgjald þetta skal þó ekki nema lægri fjárhæð en kr. 5.965.182 á ári (skv. verðskrá jan. 2020).

Hljóðvarpsstöð skal greiða STEFi 5 % af heildartekjum sínum af hljóðvarpsrekstri, að frádregnum virðisaukaskatti, fyrir heimild til þess að flytja á einni hljóðvarpsrás tónverk sem njóta verndar samkvæmt höfundalögum. Endurgjald þetta skal þó ekki nema lægri fjárhæð en kr. 8.496.402 á ári (skv. verðskrá jan. 2020).

Ofangreindar lágmarksfjárhæðir eru miðaðar við það að heimild til tónflutnings sé ótakmörkuð allan sólarhringinn. Jafnframt eru þær miðaðar við það að útsending útvarpsstöðvar nái til alls landsins. Ef útsendingarsvæðið er minna skulu fjárhæðirnar lækka í samræmi við verðskrá fyrir svæðisbundnar útvarpsstöðvar. Fjárhæðirnar eru miðaðar við vísitölu neysluverðs í aprílmánuði 2007, 267,1 stig, og breytast árlega í samræmi við breytingar á þeirri vísitölu.

Ef sama útvarpsstöð starfrækir bæði sjónvarps- og hljóðvarpsrásir skal hlutfall það, sem greiðist sem endurgjald til STEFs af tekjum af útvarpsrekstri, miðað við hve hátt hlutfall teknanna stafar frá sjónvarpsrekstri annars vegar og frá hljóðvarpsrekstri hins vegar.

Ef sama útvarpsstöð starfrækir fleiri en eina rás, hvort sem er sjónvarps- eða hljóðvarpsrásir, er heimilt að lækka lágmarksendurgjald fyrir hverja rás samkvæmt framansögðu.

Ef útvarpsstöð er ekki rekin í hagnaðarskyni eða um góðgerðarstarfsemi er að ræða, er heimilt að lækka lágmarksendurgjald. Á þetta þó ekki við um rekstur skammtímaútvarps heldur gildir þá sérstök verðskrá fyrir skammtímaútvarp.

Ennfremur er heimilt að lækka ofangreind hlutföll og lágmarksfjárhæðir ef vernduð tónlist er notuð í mjög takmörkuðum mæli.

Í samræmi við 1. mgr. 23. gr. höfundalaga er gert ráð fyrir að gerður verði sérstakur samningur við hverja útvarpsstöð, sem þessi verðskrá tekur til, þar sem m.a. verði samið um greiðsluskilmála og tryggingu fyrir greiðslu endurgjalds á umsömdum gjalddögum.

Láta skal STEFi í té skýrslur um alla tónlist, sem flutt er. Skal þar tilgreint það, sem nauðsynlegt er til að STEF geti gert umbjóðendum sínum reikningsskil, þ.e. nafn tónverks, höfunda, útsetjara, útgefanda, tegund og tímalengd verks og annað eftir nánara samkomulagi. Um þau tónverk, sem flutt eru af plötum, verður ekki krafist frekari vitneskju en platan ber með sér sjálf. Veita má undanþágur frá þessu ákvæði.

Heimilt er að veita skólum sem reka svæðisbundnar útvarpsstöðvar allt að 25% afslátt frá ofangreindri verðskrá.

Ef þig vantar upplýsingar, ekki hika við að hafa samband

9 + 8 =

Heimilisfang

Laufásvegur 40

101 Reykjavík.

 

Hafa samband

Sími/Tel: (+354) 561 6173

E-mail: info (hjá) stef.is

 

Opnunartími skrifstofu

Virkir dagar frá:

10:00 til 12:00 & 13:00 til 15:00